Fimm fengu gullmerki BH fyrir borðtennis

Fréttir

Fimm fengu gullmerki Badmintonfélags Hafnarfjarðar á föstudag. Öll voru þau í borðtennisdeild félagsins. Bæjarstjóri veitti merkið en afhendingin kom þessu afreksfólki á óvart.

Gullmerki fyrir frábæran árangur

Fimm fengu gullmerki Badmintonfélags Hafnarfjarðar á föstudag. Öll voru þau í borðtennisdeild félagsins.

Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, fékk þann heiður að veita merkið og óskaði þeim innilega til hamingju. Hann fylgdist svo með síðustu æfingu liðsins fyrir úrslitakeppni Íslandsmótsins sem fór fram um helgina.

Gullmerki BH er heiðursmerki sem veitt er vel unnin störf eða það sem þykir vert að heiðra hverju sinni. Merkið hefur verið veitt Íslandsmeisturum í efsta flokki frá árinu 2009. Áður hafa tvær afrekskonur í badminton fengið gullmerkið og nú þau fyrstu í borðtennis. Þjálfarar og stjórnarfólk úr félaginu hafa einnig fengið gullmerkið fyrir vel unnin störf.

  • Harriet Cardew. Varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik kvenna í meistaraflokki árið 2020.
  • Birgir Ívarsson. Sigraði í tvíliðaleik karla í meistaraflokki ásamt Magnúsi Gauta Úlfarssyni á Íslandsmótinu núna í febrúar en einnig árin 2020, 2021 og 2024. Fjórir titlar samtals í efsta flokki.
  • Sól Kristínardóttir Mixa. Sigraði í einliðaleik í meistaraflokki 2024, tvíliðaleik 2020 og 2024 og tvenndarleik á Íslandsmótinu í ár og árið 2020. Fimm titlar samtals í efsta flokki.
  • Magnús Gauti Úlfarsson. Hann sigraði í einliðaleik á Íslandsmótinu 2018, 2019 og 2021, tvenndarleik 2020 og 2025 með Sól og tvíliðaleik 2019, 2020, 2021 og 2025 með Birgi. Níu titlar samtals í efsta flokki.
  • Tómas Ingi Shelton. Hefur verið leikmaður hjá BH frá því borðtennisdeildin var stofnuð árið 2009 og þjálfari síðan haustið 2012. Hann hefur sinnt miklu sjálfboðastarfi fyrir félagið og óþreytandi að bjóða uppá aukaæfingar og aðstoð.

Borðtennisdeild BH er með æfingar í Íþróttahúsinu við Strandgötu fyrir alla aldurshópa. Deildin og félagið í heild varð Fyrirmyndarfélag í desember 2024 og þar æfir margt af besta borðtennisfólki landsins. Upplýsingar um æfingatíma og fleira má finna hér.

Innilega til hamingju öll með afrekin og merkið.

 

 

 

Ábendingagátt