Fimm fengu menningarstyrk frá bænum

Fréttir

Fimm fengu menningarstyrk frá Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar síðdegis í gær.

Menningin styrkir bæjarbraginn okkar

Fimm fengu menningarstyrk frá Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar í Bungalow-húsinu við Vesturgötu 32 síðdegis í gær. Stundin var hressandi og ljóst að Hafnfirðingar eiga góða skemmtun í vændum.

  • Tómas Vigur Magnússon, hlýtur menningarstyrk að upphæð 300.000.- fyrir Tóna.
  • Sara Rut Arnardóttir hlýtur menningarstyrk að upphæð 200.000.- vegna Improv Ísland – Hafnarfjarðarbær
  • Brynhildur Auðbjargardóttir hlýtur menningarstyrk að upphæð 500.000.- vegna Kórs Öldutúnsskóla í 60 ár
  • Guðmundur Kristinn Jónsson hlýtur menningarstyrk að upphæð 200.000.- vegna: Hjálmar spila Hjálma
  • ÞAU Company hlýtur menningarstykr að upphæð 300.000 vegna: Jólakistan – frumsamið leikrit með söngvum fyrir 2-5 ára

Guðbjörg Oddný Jónsdóttir, formaður nefndarinnar, afhenti styrkina og óskaði þeim öllum til hamingju við rólega og góða stund í þessu sögufræga húsi Bookless-bræðra. Þeir stunduðu umfangsmikla útgerð frá Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar.

Tvisvar á ári auglýsir menningar- og ferðamálnefnd Hafnarfjarðar eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi og eflingar á hafnfirsku menningarlífi. Markmiðið er að styðja við menningarstarfsemi í samræmi við menningarstefnu bæjarins og styrkja einstaklinga og félagasamtök til lista- og menningarsköpunar. Listamenn, félagasamtök, stofnanir eða menningarviðburðir verða að tengjast Hafnarfirði á einhvern hátt. Með fastri búsetu, með því að viðburðurinn fari fram í Hafnarfirði eða feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Hafnarfjarðar.

Sértu með góða hugmynd í maga hvetjum við þig til að sækja um fyrir næstu úthlutun. Það er í hagur allra.

Innilega til hamingju öll sem hlutuð styrk.

Ábendingagátt