Fimm fengu verðlaun fyrir flesta og furðulega fiska

Fréttir

Hátt í 450 hafnfirskir dorgveiðimenn á aldrinum 6-12 ára mættu á Flensborgarbryggju í Hafnarfirði í gær, munduðu veiðarfærin og kepptust við að veiða sem flesta og furðulegasta fiska. Fimm ungmenni fengu verðlaun fyrir frammistöðu sína með veiðarfærin. 

Rúmlega 400 hafnfirskir dorgveiðimenn á aldrinum 6-12 ára mættu á Flensborgarbryggju í Hafnarfirði í gær, munduðu veiðarfærin og kepptust við að veiða sem flesta og furðulegasta fiska. Fimm ungmenni fengu verðlaun fyrir frammistöðu sína með veiðarfærin. 

Flestu fiskarnir, stærsti fiskurinn og furðufiskurinn 2019

Keppt var í þremur flokkum; flestu fiskarnir, stærsti fiskurinn og furðufiskurinn 2019. Að þessu sinnu voru furðufiskarnir þrír krossfiskar og þá veiddu þeir Tristan 10 ára, Jón Oddur 7 ára og Kristjón 7 ára. Sá sem veiddi flesta fiska var Hrafnkell 10 ára en hann veiddi þrjá fiska. Sá sem veiddi stærsta fiskinn, 929 grömm, heitir Friðrik Kristjánsson og er 9 ára. Fiskarnir sem komu í karið voru marhnútar, þorskur, ufsi, krossfiskar og krabbar. 

IMG_2058

IMG_2063

Opin dorgveiðikeppni fyrir 6-12 ára Hafnfirðinga

Árlega standa leikjanámskeiðin í Hafnarfirði fyrir dorgveiðikeppni við Flensborgarbryggju sem opin er öllum börnum á aldrinum 6-12 ára. Í tæp 30 ár hefur Hafnarfjarðarbær staðið fyrir þessari dorgveiðikeppni og taka hundruðir hafnfirskra barna þátt ár hvert og er gleðin alltaf jafn mikil.  Leiðbeinendur íþrótta- og leikjanámskeiðanna voru með öfluga gæslu á meðan á dorgveiðikeppni stóð auk þess sem Siglingaklúbburinn Þytur var með björgunarbát siglandi um svæðið.

Ábendingagátt