Fimmtán æskulýðsstarfsmenn sóttu hafnfirska þekkingu

Fréttir

Fimmtán æskulýðsstarfsmenn frá Vínarborg vörðu vinnuviku hér í Hafnarfirði. Þau kynntu sér og miðluðu af þekkingu og reynslu af æskulýðsstarfi. Mikil ánægja var með heimsóknina og stefna nú hafnfirskir starfsmenn út til Austurríkis.

Alþjóðlegt samstarf í æskulýðsstarfi

Félagsmiðstöðin Aldan og WienXtra fengu styrk frá Erasmus+ til að læra af og miðla þekkingu og reynslu til hvors annars. Fimmtán æskulýðsstarfsmenn frá Vínarborg komu 3.-7. febrúar í vettvangsheimsókn. Þau skoðuðu hvernig íslensk frístundaheimili, félagsmiðstöðvar og annað æskulýðsstarf stuðlar að inngildingu barna með fatlanir. Einnig hvernig möguleikar þeirra til þátttöku í opnu tómstundastarfi er aukið. Þau fengu einnig kynningu á íslenska forvarnarmódelinu og hvernig forvarnarmódelið birtist í starfi með ungu fólki.

Rauð viðvörun og grunnskólahátíð

Mikil ánægja var með heimsóknina og gestgjafarnir þakklátir öllum þeim sem tóku á móti hópnum. Þau fengu alvöru íslenska upplifun með rauðri veðurviðvörun. Fresta varð heimsóknum og færa til, sem og viðburðum tengdu veðri. Það þótt sem þeim spennandi. Hópurinn endaði heimsóknina á að kíkja á Grunnskólahátíðina degi seinna en áætlað var og töluðu mikið um sveigjanleika starfsfólks og listamanna sem fram komu á hátíðinni.

Í lok mars fer 15 manna hópur frá Öldunni, Vitanum og Setrinu ásamt fagstjóra frístundastarfs og forvarna í heimsókn til Vínar að fræðast um inngildingu ungmenna með fjölbreyttan menningarbakgrunn í æskulýðsstarfi og fræðslu um ofbeldisforvarnastarf sem unnið er í félagsmiðstöðvum þar.

Já, alþjóðlegt samstarf gefur hugmyndir og aukna víðsýni.

Ábendingagátt