Fimmtán verkefni hljóta menningarstyrk

Fréttir

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar afhenti í dag styrki úr seinni úthlutun menningarstyrkja ársins 2019. Fimmtán verkefni hlutu styrk að þessu sinni.

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar afhenti í dag styrki úr seinni úthlutun menningarstyrkja ársins 2019. Fimmtán verkefni hlutu styrk að þessu sinni; einstaklingar, menningarhópar eða samtök sem eiga öll það sammerkt að tengjast Hafnarfirði með einum eða öðrum hætti. Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar eru afhentir tvisvar sinnum á ári til menningarverkefna sem líkleg eru til að auðga og dýpka enn frekar listalíf bæjarins.

Menningarstyrki að þessu sinni hlutu eftirfarandi:

Olga Björt Þórðardóttir Aðventuútsending Hafnfirðings 2019 100.000 kr.
Bæjarbíó slf. Hjarta Hafnarfjarðar 3.000.000 kr.*
Karlakórinn Þrestir Jólatónleikar og söngur á hjúkrunarheimilunum að Sólvangi og Hrafnistu 100.000 kr.
Björn Thoroddsen Guitarama 2019 240.000 kr.
Ármann Helgason v/ Camerarctica Mozart við kertaljós í Hafnarfjarðarkirkju 50.000 kr.
Kvennakór Hafnarfjarðar Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar 2019 100.000 kr.
Ingvar Guðmundsson Götulist / Vegglist við Drafnarhús, Strandgötu 75, Hafnarfirði. 250.000 kr.
Fífilbrekka ehf. Samvinnuhús – ljósmyndasýning í Hafnarfirði 154.000 kr.
Stefán Ómar Jakobsson Swingsextett Stebba Ó. 100.000 kr.
Ragnar Már Jónsson Hátíðardjass í Hafnarfirði 50.000 kr.
Eyvindur Karlsson Melodica Festival Hafnarfjörður 2020 250.000 kr.
Menningarfélag Hafnarfjarðar Hlutverkaleikir og Spuni 50.000 kr.
Ýr Káradóttir Jólabærinn Hafnarfjörður 250.000 kr.
Anthony Vincent Bacigalupo Hönnunarmars 2020 200.000 kr.
Menningarfélag Hafnarfjarðar Spunaspilaklúbbur Hamarsins 25.979 kr.
*samstarfssamningur til þriggja ára

Heildarupphæð styrkja í þessari úthlutun er kr.- 4.919.979. Samtals hefur þá verið úthlutað tæpum 11 milljónum króna í styrki til menningarmála á árinu.

Í fyrra varð ánægjuleg breyting á fyrirkomulaginu þegar heildarfjármagn var hækkað sem hefur orðið til þess að fleiri verkefni hljóta styrk og þá var opnað fyrir umsóknir um samstarfssamninga til lengri tíma. Eitt verkefni hlaut slíkan samning að þessu sinni en Bæjarbíó fær samning til þriggja ára vegna tónlistar- og bæjarhátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar. Fyrr í ár fengu tvö önnur verkefni slíkan samning, Sönghátíð í Hafnarborg og Lúðrasveit Hafnarfjarðar til tónleikahalds.

Úthlutun styrkja Hafnarfjarðarbæjar byggir á mati á umsóknum. Menningarviðburðir, listamenn, félagasamtök eða stofnanir sem sækja um styrk verða að tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti. Hér telur t.a.m. föst búseta, að viðburður/verkefni fari fram í Hafnarfirði og/eða að verkefni feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Hafnarfjarðar.

Auglýst verður eftir umsóknum fyrir fyrri úthlutun menningarstyrkja 2020 í janúar.

Hafnarfjarðarbær óskar styrkþegum öllum innilega til hamingju!

Ábendingagátt