Fimmti hópurinn útskrifast úr Fjölþættri heilsueflingu 65+

Fréttir

Nú í vikunni lauk fimmti hópurinn í Fjölþættri heilsueflingu 65+ í Hafnarfirði undir umsjón Januar heilsueflingar tveggja ára heilsueflingarferli. Það hefur verið hefð frá upphafi að hafa sérstakan útskriftardag fyrir þá hópa sem ljúka þessu tveggja ára ferli. Innilega til hamingju H5!  

Nú í vikunni lauk fimmti
hópurinn í Fjölþættri heilsueflingu 65+ í Hafnarfirði undir umsjón Janusar heilsueflingar tveggja ára heilsueflingarferli. Það hefur verið hefð frá
upphafi að hafa sérstakan útskriftardag fyrir þá hópa sem ljúka þessu tveggja
ára ferli. 

H5HopurinnÚtskriftarhópurinn með starfsfólki Janusar heilsueflingar og Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra.  

Fjarþjálfun sinnt af krafti á tímum Covid19 – dagleg hreyfing jókst til muna 

Fimmti hópurinn í röðinni, H-5, hóf markvissa heilsueflingu
í byrjun árs 2020 eða rétt áður en Covid-19 skall á hér á landi. Þrátt fyrir
samkomutakmarkanir eins og lokanir heilsuræktarstöðva um tíma og
fjöldatakmarkanir af ýmsum toga var heilsueflingu haldið markvisst áfram.
Breyttu starfsmenn Janusar heilsueflingar verklagi sínu á þessum tíma og sinntu
fjarþjálfun af krafti meðan á samkomutakmörkunum stóð. Þessi nálgun skilaði
árangri og hafði í för með sér að góðar niðurstöður af tveggja ára
heilsueflingu litu dagsins ljós. Dæmi um breytingar voru þær að dagleg hreyfing
jókst til muna og þátttakendur farnir að hreyfa sig um og yfir 30 mínútur alla
daga vikunnar, hreyfigeta þeirra batnaði, blóðþrýstingur færðist til betri
vegar og einstaklingar mátu heilsu sína betri miðað við það hvernig hún var
tveimur árum áður eða í byrjun árs 2020.

50 þátttakendur í útskriftarhópi H5 

Þáttakendur í útskriftarhópi voru um
50 og var ánægjulegt að heyra í ,,nýstúdent” að lokinni tveggja ára
heilsueflingu hve vel markviss hreyfing og skipulögð þjálfun hafði áhrif á
heilsu hans, bæði andlega og líkamlega, þrátt fyrir hækkandi aldur. Rósa
Guðbjartsdóttir bæjarstjóri tók einnig til máls, fór nokkrum orðum um mikilvægi
verkefnis fyrir þennan aldurshóp og þá stöðu sem eldri borgarar búa við í
Hafnarfirði að geta sótt um sérstakan frístundastyrk sem er einsdæmi hér á
landi.

PXL_20220330_151407913

50 þátttakendur í fimmta hópnum sem útskrifast úr fjölþættri heilsueflingu 65+ í Hafnarfirði. Þátttakendur nú orðnir 500.  

500 þátttakendur frá árinu 2018 

Frá árinu 2018, þegar verkefnið var
fyrst innleitt í Hafnarfirði, hafa um 500 þátttakendur tekið þátt í verkefninu.
Fyrirhugað er að taka inn nýja þátttakendur á haustmánuðum 2022 en tekið hefur
verið inn í verkefnið á 6 mánaða fresti. Sérstakur kynningarfundur verður
auglýstur í ágúst/september fyrir Hafnfirðinga 65 ára og eldri.

Vefur Janusar heilsueflingar 

Ábendingagátt