Finnum hamingjuna – Hamingjudagar í Hafnarfirði 2025!

Fréttir

Hittu hamingjuna í Hafnarfirði nú í september. Ellefu viðburðir verða á vegum Heilsubæjarins sem allir hjálpa til við að efla heilsu og bæta líðan. Tökum þátt.

Já, hamingjan er hér í Hafnarfirði

  • Hvar? Í hjarta Heilsubæjarins – víða í Hafnarfirði
  • Hvenær? Frá 1. til 30. september 2025

Hafnfirðingar, nú er tíminn að hlúa að hamingjunni í hversdeginum. Hamingjudagar í Hafnarfirði standa yfir í september. Áhersla er lögð á heilsusamlegan lífsstíl, jákvæðar upplifanir, samveru og hamingju sem valkost og lífsstíl.

Hamingjudagar í Hafnarfirði gefa frábært tækifæri til að tengjast nágrönnum, vinum og fjölskyldu á góðri stund – sameinast og njóta samverunnar. Ég hvet ykkur öll til að taka þátt,“ segir Valdimar Víðisson bæjarstjóri. 

Hamingjudagarnir hafa markmið

  • Jákvæðni og vellíðan í forgangi – hamingjan er eitthvað sem við getum öll unnið að.
  • Fjölbreytt dagskrá í boði fyrir alla aldurshópa og áhugasvið – hreyfing, náttúra, skapandi leikur og félagsleg samvera.
  • Samfélagsleg þátttaka – við finnum hamingjuna saman í samfélaginu okkar

 

Viðburðir sem auka hamingjuna:

Við hvetjum öll til að standið upp, mæta með bros á vör og hitta hamingjuna í Hafnarfirði nú í september.

Ábendingagátt