Fjarðarhraun – framkvæmdir við stígagerð og veitulagnir

Framkvæmdir Fréttir

Framkvæmdir á stofnstíg um Fjarðarhraun frá Flatahrauni, samsíða Bæjarhrauni, að gatnamótum Fjarðarhrauns og Hafnarfjarðarvegar standa yfir. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði unnið í nokkrum áföngum frá júní – júní á árunum 2025 og 2026.

Áætlaður framkvæmdatími er 1. júní 2025 – 1. júní 2026

Framkvæmdir á stofnstíg um Fjarðarhraun frá Flatahrauni, samsíða Bæjarhrauni, að gatnamótum Fjarðarhrauns og Hafnarfjarðarvegar standa yfir. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði unnið í nokkrum áföngum frá júní – júní á árunum 2025 og 2026.

Þveranir auk tenginga við eldri stígakerfi

Verkið felur í sér lagningu stofnstígs auk lagningu hitaveitu og háspennustrengja. Framkvæmdar verða þveranir við Flatahraun, Bæjarhraun og Hólshraun auk tenginga við núverandi stígakerfi:

  • Gönguþverun yfir Fjarðarhraun til móts við Hjallahraun sem tengist stofnstígnum
  • Þverun á Bæjarhrauni við Drangahraun sem tengist bæði núverandi stígakerfi Hafnarfjarðar og stofnstígnum
  • Göngustígur lagður meðfram Hólshrauni að sunnanverðu, milli Bæjarhrauns og Kaplahrauns, með tengingu við stofnstíginn
  • Stígar í Garðabæ við Lynghóla og Hraunhóla verða tengdir við stofnstíginn

Stígalýsing á öllum hlutum stofnstígsins

Stígalýsing verður á öllum hluta stofnstígsins og sérstaklega við þveranir. Lýsingin tengist götulýsingarkerfum Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Núverandi ljósastaurar verða fjarlægðir þar sem þörf er á og nýir settir upp. Þrjár gagnbrautir – við Flatahraun, Bæjarhraun og Hólshraun – fá sérlýsingu. Tengingar lýsingar verða eftirfarandi:

  • Við Bæjarhraun 18 tengist lýsing inn á götulýsingu Hafnarfjarðar
  • Við Hraunhóla tengist hún stígalýsingu Garðabæjar

Nýjar og endurnýjaðar hitaveitulagnir

Lagðar verða hitaveitulagnir frá Bæjarhrauni 4 að Hraunhólum og eldri lagnir milli Hólshrauns og Kaplahrauns endurnýjaðar. Einnig verður ný lögn lögð þvert yfir Fjarðarhraun við Hraunhóla. Fyrirhugað er að leggja háspennustrengi og fjarskiptalagnir í stígastæðið. Háspennustrengir verða lagðir frá Bæjarhrauni 4 að tengingu við Hraunhóla og áfram að Hafnarfjarðarvegi. Í Hólshrauni verður lagður stokkur sem þverar Bæjarhraun og nær að Kaplahrauni. Einnig verður nýtt ljósleiðararör lagt fyrir samskiptastreng við Hólshraun og breytingar gerðar á umferðarljósum þar sem ljósker verða m.a. færð.

Ábendingagátt