Fjármálaráðstefna 2016

Fréttir

Árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2016 verður haldinn dagana 22. og 23. september á Hilton Reykjavik Nordica.

Flutt verða erindi um margvísleg efni sem snúa að fjármálum og stjórnsýslu sveitarfélaga. Þrjú erinda koma frá Hafnarfjarðarbæ.

Árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2016 verður haldinn
dagana 22. og 23. september á Hilton Reykjavik Nordica.  Ráðstefnan hefst kl. 10 á fimmtudaginn með
ræðu formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, Halldórs Halldórssonar.

Á fjármálaráðstefnunni verða flutt erindi um margvísleg efni sem
snúa að fjármálum og stjórnsýslu sveitarfélaga.  Fyrri daginn verður m.a. tekið fyrir efni sem
snýr að efnahag og afkomu sveitarfélaga á árinu 2015, breytingum á
lífeyriskerfi opinberra starfsmanna, uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn, rammasamningum
um þjónustu hjúkrunarheimila og auknum tekjum sveitarfélaga af ferðamönnum. Seinni
dagurinn er tvískiptur og skiptist í a). Áskoranir í rekstri og stjórnun
sveitarfélaga og b). Félags- og húsnæðismál.  Þrjú erindi á dagskrá fjármálaráðstefnu koma frá
Hafnarfjarðarbæ.  Þar mun Haraldur L,
Haraldsson, bæjarstjóri ræða um einkaframkvæmdir innan sveitarfélaga og hvað
það er sem ber að varast í slíkum hugleiðingum og framkvæmdum. Vigfús
Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar mun ræða
skólavogina sem verkfæri til ytra mats á grunnskólum og   Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri
fjölskylduþjónustu mun flytja erindi um þjónustu við
langveik börn og velta þar m.a. upp þeirri spurningu hvort þjónustan sé orðið
nýtt verkefni sveitarfélaga.

Ábendingagátt