Fjögur spunaspilakvöld í boði fyrir 13-15 ára

Fréttir

Verkefnið Spunaspil í Hafnarfirði hlaut nýverið styrk Erasmus+ til að halda spunaspilarakvöld fyrir ungmenni á aldrinum 13-15 ára. Verkefnið er unnið í samstarfi NÚ – framsýn menntun og félagsmiðstöðva Hafnarfjarðarbæjar. Markmið verkefnisins er að hafnfisk ungmenni hafi tækifæri til að kynnast spunaspili og setja sig með áhugaverðum og skemmtilegum hætti í hlutverk annarra.

Erasmus+ styrkir spunaspilarakvöld fyrir ungmenni

Verkefnið Spunaspil í Hafnarfirði hlaut nýverið styrk Erasmus+ til að halda spunaspilarakvöld fyrir ungmenni á aldrinum 13-15 ára. Verkefnið er unnið í samstarfi NÚ – framsýn menntun og félagsmiðstöðva Hafnarfjarðarbæjar. Markmið verkefnisins er að hafnfisk ungmenni hafi tækifæri til að kynnast spunaspili og setja sig með áhugaverðum og skemmtilegum hætti í hlutverk annarra.

Hvað eru spunaspil?

Spunaspil er tegund af spilum þar sem þátttakendur setja sig í hlutverk annarrar persónu. Spilið gengur síðan yfirleitt út á að leysa hin ýmsu verkefni. Spilið fer fram með blöðum og blýöntum en sumir nota einnig teninga og sérstök spilaborð. Á þessum spilakvöldum munu ungmenni í Hafnarfirði spila undir handleiðslu spilameistara. Arnar Hólm Einarsson, umsjónarmaður rafíþróttabrautar hjá NÚ, er mikill áhugamaður um spunaspil og vildi finna leið til að auka tækifæri ungmenna til kynnast þeim skemmtilega ævintýraheimi sem spunaspil eru. Í samstarfi NÚ og Hafnarfjarðarbæjar var send inn umsókn um Erasmus+ styrk og gerir styrkurinn það mögulegt að skipuleggja spunaspilarakvöld. Fjögur slík kvöld hafa verið skipulögð fram að jólum þar sem ungmenni geta tekið þátt sér að kostnaðarlausu. 25 sæti eru í boði hvert kvöld þar sem fimm einstaklingar munu spila saman á hverju borði ásamt leikjameistara.

Spunaspilakvöldin fara fram í húsnæði NÚ að Reykjavíkurvegi 50 frá 18 – 21 og verður fyrsti hittingur föstudaginn 30. september! Gert er ráð fyrir mánaðarlegum hittingi það sem eftir lifir árs. Dagsetningarnar eru:

  • 30. september
  • 24. október
  • 25. nóvember
  • 12. desember

Öll ungmenni í Hafnarfirði geta skráð sig á meðan pláss leyfa.
Skráning fer fram hér

Eldri áhugasömum ungmennum sem vilja taka þátt í spunaspili er bent á að ungmennahúsið Hamarinn býður reglulega upp á spunaspilarakvöld.

Ábendingagátt