Fjölbreytt starf Geitunganna

Fréttir

Verkefnið Geitungarnir fela í sér aukin tækifæri fatlaðs fólks með miklar stuðningsþarfir til þátttöku á almennum vinnumarkaði. Áhersla er lögð á að einstaklingar með miklar stuðningsþarfir fái tækifæri til að reyna sig á almennum vinnumarkaði með stuðningi aðstoðarmanna.

Aukin tækifæri fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði

Verkefnið Geitungarnir felur í sér aukin tækifæri fatlaðs fólks með miklar stuðningsþarfir til þátttöku á almennum vinnumarkaði. Áhersla er lögð á að einstaklingarnir fái tækifæri til að spreyta sig á almennum vinnumarkaði með stuðningi aðstoðarfólks.

IMG_2254

Tilraunaverkefni sem þróaðist í að vera hluti af þjónustu bæjarins 

Geitungarnir voru upphaflega tilraunaverkefni sem Hafnarfjarðarbær fór af stað með haustið 2015. Tilraunaverkefnið var samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar og Hafnarfjarðarbæjar til eins árs og sneri að nýsköpun og atvinnuþjálfun fatlaðs fólks. Verkefnið er í dag rekið af Hafnarfjarðarbæ og orðinn mikilvægur hluti þeirrar þjónustu sem bærinn býður upp á.

IMG_2252

Frá hæfingu yfir í atvinnu með stuðningi 

Geitungarnir eru virknitilboð þar sem leitast er við að hafa fjölbreytta valkosti og boðið upp á starfsþjálfun/ starfsprófun á almennum vinnumarkaði með ófötluðu fólki. Þannig er unnið að því að byggja brú, fyrir þá sem það vilja, frá hæfingu yfir í atvinnu með stuðningi á almennum vinnumarkaði. Einnig er unnið að skapandi verkefnum í húsnæði Geitunganna og unnið markvisst að valdeflingu hvers og eins með fræðslu, vinnu og/eða virkni. Meðal þeirra verkefna sem í boði eru innanhúss má nefna ýmiskonar handavinnu eins og smíði, myndlist, saum og keramikgerð.

IMG_2246IMG_2292

IMG_2268

Landsins flottasti rusl-bar

Í Húsinu er að finna nokkuð einstakan bar svokallaðan rusl-bar, sem er fullur af allskyns afgöngum héðan og þaðan sem notendur nýta til að skapa nýjungar og fallega muni og bjóða til sölu í Geitungabúinu, verslun Geitunganna.  Allur efniviður sem Geitungarnir fá og nota til sköpunar er endurnýttur og verið að vinna með efnivið sem annars endar líklegast í ruslinu. Nýlega fékk hópurinn mikið magn af við frá verslun sem var að loka og nýttu þau hann til að búa til glæsilega spýtukarla, sem munu seinna meir halda á skilti til að bjóða fólk velkomið.

IMG_2285

IMG_2289

Geitungabúið er hugmynd og verslun Geitunganna 

Geitungarnir reka verslunina Geitungabúið, í húsnæði sínu að Suðurgötu 14, Búð Hússins, og selja þar vörur sem þeir hafa framleitt undir handleiðslu frábærs og skapandi kennara og hafa við framleiðsluna m.a. efnislega endurnýtingu að leiðarljósi.

IMG_2337IMG_2335IMG_2322IMG_2314

Búðin er að öllu jöfnu opin frá 8-17 alla virka daga, þar sem allskyns handgerðar vörur eru til sölu á frábæru verði, allt frá jólatrjástöndum til fallegra kerta. Gengið er inn í búðina innan frá, á neðri hæð hússins, sem snýr að höfninni (rétt við Íþróttahúsið á Strandgötu). Gott er að láta vita af sér áður en búðin er heimsótt og vert að hafa í huga að einungis er tekið á móti reiðufé. Geitungarnir hafa einnig verið duglegir að halda opið hús, þar sem fólki gefst tækifæri á að skoða og fræðast um starfsemina, aðstöðuna og verslunina.

IMG_2324

Innpökkun á gjöfum í krúttkörfu Hafnarfjarðar – Halló Hafnarfjörður 

Geitungarnir spila stórt hlutverk í krúttkörfuverkefninu Halló Hafnarfjörður. og afhendingu á Þeir sjá um pökkun á gjöfunum í krúttkörfurnar til nýfæddra Hafnfirðinga og sjá til þess að nóg sé til af gjöfunum á barnadeild Bókasafns Hafnarfjarðar þar sem gjafirnar eru afhentar.  

IMG_2261IMG_2260

Fyrirfram skipulögð og fjölbreytt dagskrá alla virka daga 

Ásamt því að fá tækifæri til að spreyta sig á hinum ýmsu skapandi verkefnum, er til staðar fyrirfram skipulögð og fjölbreytt dagskrá, sem inniheldur m.a. skoðunaferðir, fræðslu og skemmtun um borg og bæ.

IMG_2266

Einnig er lögð áhersla á að notendur geti nýtt aðstöðuna í Húsinu til að slaka á og má þar m.a. finna sjónvarpsherbergi og sérstakt slökunar- og skynjunarherbergi með róandi tónlist og lýsingu. Oft er gripið í spil, sungið og dansað allt eftir stemningu og dagsformi.  

IMG_2301

Hér er hægt að fylgjast með Geitungunum:

Facebook  Geitungabú | Facebook

Instagram Húsið Geitungarnir (@geitungabu) • Instagram photos and videos

Ábendingagátt