Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Verkefnið Geitungarnir fela í sér aukin tækifæri fatlaðs fólks með miklar stuðningsþarfir til þátttöku á almennum vinnumarkaði. Áhersla er lögð á að einstaklingar með miklar stuðningsþarfir fái tækifæri til að reyna sig á almennum vinnumarkaði með stuðningi aðstoðarmanna.
Verkefnið Geitungarnir felur í sér aukin tækifæri fatlaðs fólks með miklar stuðningsþarfir til þátttöku á almennum vinnumarkaði. Áhersla er lögð á að einstaklingarnir fái tækifæri til að spreyta sig á almennum vinnumarkaði með stuðningi aðstoðarfólks.
Geitungarnir voru upphaflega tilraunaverkefni sem Hafnarfjarðarbær fór af stað með haustið 2015. Tilraunaverkefnið var samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar og Hafnarfjarðarbæjar til eins árs og sneri að nýsköpun og atvinnuþjálfun fatlaðs fólks. Verkefnið er í dag rekið af Hafnarfjarðarbæ og orðinn mikilvægur hluti þeirrar þjónustu sem bærinn býður upp á.
Geitungarnir eru virknitilboð þar sem leitast er við að hafa fjölbreytta valkosti og boðið upp á starfsþjálfun/ starfsprófun á almennum vinnumarkaði með ófötluðu fólki. Þannig er unnið að því að byggja brú, fyrir þá sem það vilja, frá hæfingu yfir í atvinnu með stuðningi á almennum vinnumarkaði. Einnig er unnið að skapandi verkefnum í húsnæði Geitunganna og unnið markvisst að valdeflingu hvers og eins með fræðslu, vinnu og/eða virkni. Meðal þeirra verkefna sem í boði eru innanhúss má nefna ýmiskonar handavinnu eins og smíði, myndlist, saum og keramikgerð.
Í Húsinu er að finna nokkuð einstakan bar svokallaðan rusl-bar, sem er fullur af allskyns afgöngum héðan og þaðan sem notendur nýta til að skapa nýjungar og fallega muni og bjóða til sölu í Geitungabúinu, verslun Geitunganna. Allur efniviður sem Geitungarnir fá og nota til sköpunar er endurnýttur og verið að vinna með efnivið sem annars endar líklegast í ruslinu. Nýlega fékk hópurinn mikið magn af við frá verslun sem var að loka og nýttu þau hann til að búa til glæsilega spýtukarla, sem munu seinna meir halda á skilti til að bjóða fólk velkomið.
Geitungarnir reka verslunina Geitungabúið, í húsnæði sínu að Suðurgötu 14, Búð Hússins, og selja þar vörur sem þeir hafa framleitt undir handleiðslu frábærs og skapandi kennara og hafa við framleiðsluna m.a. efnislega endurnýtingu að leiðarljósi.
Búðin er að öllu jöfnu opin frá 8-17 alla virka daga, þar sem allskyns handgerðar vörur eru til sölu á frábæru verði, allt frá jólatrjástöndum til fallegra kerta. Gengið er inn í búðina innan frá, á neðri hæð hússins, sem snýr að höfninni (rétt við Íþróttahúsið á Strandgötu). Gott er að láta vita af sér áður en búðin er heimsótt og vert að hafa í huga að einungis er tekið á móti reiðufé. Geitungarnir hafa einnig verið duglegir að halda opið hús, þar sem fólki gefst tækifæri á að skoða og fræðast um starfsemina, aðstöðuna og verslunina.
Geitungarnir spila stórt hlutverk í krúttkörfuverkefninu Halló Hafnarfjörður. og afhendingu á Þeir sjá um pökkun á gjöfunum í krúttkörfurnar til nýfæddra Hafnfirðinga og sjá til þess að nóg sé til af gjöfunum á barnadeild Bókasafns Hafnarfjarðar þar sem gjafirnar eru afhentar.
Ásamt því að fá tækifæri til að spreyta sig á hinum ýmsu skapandi verkefnum, er til staðar fyrirfram skipulögð og fjölbreytt dagskrá, sem inniheldur m.a. skoðunaferðir, fræðslu og skemmtun um borg og bæ.
Einnig er lögð áhersla á að notendur geti nýtt aðstöðuna í Húsinu til að slaka á og má þar m.a. finna sjónvarpsherbergi og sérstakt slökunar- og skynjunarherbergi með róandi tónlist og lýsingu. Oft er gripið í spil, sungið og dansað allt eftir stemningu og dagsformi.
Hér er hægt að fylgjast með Geitungunum:
Facebook Geitungabú | Facebook
Instagram Húsið Geitungarnir (@geitungabu) • Instagram photos and videos
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…