Nóg um að vera hjá Verkhernum sumarið 2022

Fréttir

Verkherinn er atvinnuúrræði fyrir ungmenni með fatlanir á aldrinum 16- 20 ára og er staðsettur í Húsinu, Suðurgötu 14. Eitt af fjölmörgum verkefnum Verkhersins í sumar er að kynna heilsubæinn Hafnarfjörð og sýna hann frá sjónarhorni ungmenna í Hafnarfirði.

Verkherinn er atvinnuúrræði fyrir ungmenni með fatlanir á aldrinum 16-20 ára og er staðsettur í Húsinu, Suðurgötu 14. Eitt af fjölmörgum verkefnum Verkhersins í sumar er að kynna heilsubæinn Hafnarfjörð og sýna hann frá sjónarhorni ungmenna í Hafnarfirði. Sérstakur fjölmiðlahópur innan Verkhersins sér um þessa kynningu og var sérstakur aðgangur opnaður á Instagram í upphafi sumars – @verkherinn – þar sem hægt er að fylgjast með lífinu í Verkhernum og birtingum um heilsubæinn Hafnarfjörð.

Fréttabréf Verkhersins

Vikulega er valinn nýr fjölmiðlahópur innan Verkhersins, sá hópur sér alfarið um fréttabréf vikunnar. Markmiðið er að segja í myndum og máli frá þeim skemmtilegu verkefnum, störfum og viðburðum sem Verkherinn kemur að sumarið 2022. Þar má nefna hin ýmsu störf, meðal annars í Krambúðinni, á leikskólum bæjarins, á Bókasafni Hafnarfjarðar og í Sundhöll Hafnarfjarðar. 

Hér má sjá fyrstu sjö fréttabréf sumarsins, ásamt ítarlegri kynningu á starfinu Nóg um að vera hjá Verkhernum | Fréttir | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Síðasta vika Verkhersins þetta sumarið

Nýjustu fréttabréf verkhersins, voru gefin út á síðustu þrem vikum júlímánaðar og fyrstu tveim af ágústmánuði. Þar má sjá Verkherinn meðal annars fara í skemmtilegar starfskynningar, skoðunarferðir, taka viðtal og halda íþróttaviku, ásamt því að líta til baka á vel heppnað sumarstarf og þær minningar sem sitja eftir. 

Frettabref-juli-VerkherFrettabref-18-22-juli

Frettabref-juli

Frettabref-vika-agust

Screenshot-92-

 

Við hvetjum ykkur eindregið til að fylgjast með þessum flottu ungmennum á Instagram undir nafninu @verkherinn !

Ábendingagátt