Erlendar heimsóknir – yfirfærsla þekkingar og reynslu

Fréttir

Fjölmargir hópar frá erlendum sveitarfélögum hafa heimsótt Hafnarfjörð á þessu ári. Sjö fulltrúar, m.a. bæjarstjórar fjögurra sveitarfélaga frá Búlgaríu komu í heimsókn í apríl og fengu kynningu á leikskólaþjónustu, þróunarverkefnum innan leikskóla og BRÚNNI sem snýr að samstarfi ólíkra sérfræðinga um stuðning við börn og foreldra þeirra. Sömuleiðis fékk hópurinn að kynnast menningarstarfsemi bæjarfélagsins og árlegum viðburðum tengdum ferðaþjónustu.

Fjölmargir hópar frá erlendum sveitarfélögum hafa heimsótt
Hafnarfjörð á þessu ári. Sjö fulltrúar, m.a. bæjarstjórar fjögurra
sveitarfélaga frá Búlgaríu komu í heimsókn í apríl og fengu kynningu á
leikskólaþjónustu, þróunarverkefnum innan leikskóla og BRÚNNI sem snýr að
samstarfi ólíkra sérfræðinga um stuðning við börn og foreldra þeirra. Sömuleiðis
fékk hópurinn að kynnast menningarstarfsemi bæjarfélagsins og árlegum viðburðum
tengdum ferðaþjónustu.

Fimm starfsmenn menningarskrifstofu vinabæjar okkar Tartu í
Eistlandi komu í heimsókn í mars og fengu að kynnast menningarmálum í
sveitarfélaginu frá ýmsum hliðum og kynntu umsókn Tartu um að verða
menningarborg Evrópu árið 2024 en gangi það eftir felur það í sér spennandi
tækifæri fyrir Hafnarfjörð og hafnfirska listamenn. Í maí kom svo stór hópur
frá vinabænum Bærum í Noregi og skoðaði veitumannvirki og fékk kynningu á
starfsemi umhverfis- og skipulagsþjónustu. Þá kynntu gestirnir umfangsmikil
verkefni í fráveitumálum sem þeir standa að í heimabænum í samvinnu við Osló. Á
dögunum fengum við svo heimsókn frá starfsmanni Hämennlinna í Finnlandi sem
kynnti sér menningarmál og kynnti starfsfólk bæjarins fyrir áhugaverðum
verkefnum tengdum atvinnumálum hámenntaðs fólks með erlendan bakgrunn og
viðbótarveruleika (augmented reality) sem er mikið notaður á söfnum í
Hämeenlinna.

Á dögunum tók svo bæjarstjóri tók á móti góðum hóp frá
Danmörku á dögunum sem fékk ítarlega kynningu á starfsemi fræðslu og
frístundaþjónustu og í vikunni komu hingað gestir frá Blagoevgrad í Búlgaríu
sem 70.000 manna samfélag í suðvesturhluta Búlgaríu. Þau höfðu annars vegar
áhuga á samstarfi varðandi menningarmál og skipulagningu tónlistarviðburða og
svo varðandi umhverfismál og skipulagningu grænna svæða og kynntu sér hátíðina
Hjarta Hafnarfjarðar og Sönghátíð í Hafnarborg ásamt því að heimsækja garðyrkjustjóra.

Ábendingagátt