Fjölgreindarleikar í Setbergsskóla 18. – 20. mars

Fréttir

Þessa daga vinna nemendur saman að fjölbreyttum verkefnum í aldursblönduðum  hópum. Þau ganga á milli stöðva þar sem fjölbreytt verkefni eru lögð fyrir.

Þessa daga vinna nemendur saman að fjölbreyttum verkefnum í aldursblönduðum  hópum.

Þau ganga á milli stöðva þar sem fjölbreytt verkefni eru lögð fyrir. Má þar nefna: keðjulangstökk, skák, sápukúlu og vísindastöð, kimsleik, dans, söng, hnýtingar, fallegasta orðið, landafræði, mósaík, lífsleikni og jafnvægislistir. Flest verkefnin reyna á að börnin vinni saman og styðji við hvert annað.

Með því að  eldri og yngri nemendur vinni saman að fjölbreyttum verkefnum skapast tækifæri til að börnin kynnist betur og við eflum samhug og vinsemd. Starfsmenn fá líka tækifæri til að kynnast öllum nemendahópnum.

Ábendingagátt