Fjölgreindarleikar í Áslandsskóla

Fréttir

Á fjölgreindarleikunum í Áslandsskóla mátti sjá margs konar verkefni, s.s. að púsla, að kasta bréfaskutlum, leysa stafarugl, dansa, hitta í körfu og margt fleira.

Fjölgreindarleikar eru í Áslandsskóla í dag og þeir hófust í gær. Í þeim felst að nemendur glíma við margs konar verkefni og ólík þar sem hefðbundin stundaskrá er sett til hliðar á meðan.

Á fjölgreindarleikunum í Áslandsskóla mátti sjá margs konar verkefni, s.s. að púsla, að kasta bréfaskutlum, leysa stafarugl, dansa, hitta í körfu og margt fleira. Nemendum er blandað í hópa þvert á bekki/árganga þar sem elstu nemendurnir fá ábyrgð á sínum hópi. Hvert verkefni tekur stuttan tíma svo nemendur taka þátt í fjölda verkefna yfir skóladaginn.

Með kennsludegi eins og fjölgreindarleikum fæst margt. Nemendur fá tilbreytingu í skólastarfinu og sinna öðru vísi verkefnum en flesta skóladaga, þeir kynnast öðrum nemendum, læra að vinna saman á nýjan hátt og fá að sýna nýja hliðar á sjálfum sér.

Myndirnar voru teknar í Áslandsskóla í morgun á fjölgreindarleikunum.

Ábendingagátt