Fjölgreindarleikar í Víðistaðaskóla

Fréttir

Í þessari viku standa yfir fjölgreindaleikar í Víðistaðaskóla en þá einkennir skólastarfið af verkefnum sem sjást ekki á hverjum degi í skólanum og reyna á mismundandi eiginleika og birta ólíka hæfileika.

Í þessari viku standa yfir fjölgreindarleikar í Víðistaðaskóla en þá einkennir skólastarfið af verkefnum sem sjást ekki á hverjum degi í skólanum og reyna á mismundandi eiginleika og birta ólíka hæfileika.

Á fjölgreindarleikum er brugðið á leik og líkami, sál og hugur virkjaður á margvíslegan hátt. Það er verið að kasta boltum, brjóta saman í gogga, æfa jafnvægi, leysa þrautir, spila leiki á spjaldtölvur, fara í kollhnís, byggja úr kubbum og margt fleira.

Samhliða fjölgreindarleikunum undirbúa 10. bekkingar söngleikinn Mamma Mia sem verður frumsýndur föstudaginn 20. mars kl. 19.30.

Ábendingagátt