Fjölgreindarleikar í Lækjarskóla

Fréttir

Í upphafi vikunnar voru haldnir fjölgreindarleikar í Lækjarskóla. Leikarnir eru hugsaðir sem góð og skemmtileg tilbreyting í skólastarfi, einskonar hausthátíð allra í skólanum. Á leikunum eru til dæmis búin til vinabönd, klifrað í kaðli, leystar stærðfræðiþrautir, framsögn æfð og ljóð samin.

Í upphafi vikunnar voru haldnir tveggja daga fjölgreindarleikar í Lækjarskóla. Fjölgreindarleikarnir eru haldnir í áttunda sinn og byggja sem fyrr á fjölgreindarkenningu
Gardners (1983). Allir nemendur skólans taka þátt í leikunum og styðja þeir sem eldri eru yngri samnemendur sína. Fjölgreindarleikarnir
eru hugsaðir sem góð og skemmtileg tilbreyting í skólastarfi, einskonar
hausthátíð allra í skólanum. Á leikunum eru til dæmis búin til vinabönd,
klifrað í kaðli, leystar stærðfræðiþrautir, framsögn æfð og ljóð samin.

Fjölgreindarleikar með fjölbreyttum stöðvum

Í dag eru
um 585 nemendur í Lækjarskóla og fara leikarnir fram á tveimur dögum þar sem
nemendum er skipt upp í 40 lið og hefur hver hópur a.m.k. einn nemanda úr hverjum árgangi. Nemendur í 10. bekk eru
fyrirliðar í sínum hópi og bera ábyrgð á að halda hópnum sínum saman og sjá um
að halda góðum aga og móral. Hlutverk hvers nemenda er að fylgja sínum fyrirliða og taka virkan þátt á hverri stöð með gleði og ánægju. Reynt er að hafa stöðvarnar þannig að þær henti nemendum frá 1. upp í 10. bekk svo að
allir eða sem flestir fái tækifæri til þátttöku á hverri stöð. 

Starfsfólk og nemendur mættu full eftirvæntingar og tilhlökkunar í skólann í upphafi vikunnar og áttu frábæra fjölgreindarleika!

Ábendingagátt