Fjölgun barna innflytjenda í frístundastarfi

Fréttir

Félagsmálaráðuneyti úthlutaði á dögunum styrkjum til 20 verkefna úr þróunarsjóði innflytjendamála. Hafnarfjarðarbær hlaut styrk að fjárhæð 1.500.000.- kr fyrir þróunarverkefnið Fjölgun barna innflytjenda í frístundastarfi í Hafnarfirði. 

Félagsmálaráðuneyti úthlutaði á dögunum styrkjum til 20 verkefna úr þróunarsjóði innflytjendamála. Þróunarsjóðurinn hefur verið starfræktur frá árinu 2007 og hefur árleg fjárveiting alla jafna verið 10 m.kr. Í ár var sérstök áhersla lögð á að styrkir yrðu veittir til verkefna í þágu barna og ungmenna. Alls bárust 72 umsóknir í ár fyrir samtals um 169 m.kr. Af þeim 20 styrkjum sem veittir voru í ár laut rúmlega helmingur að málefnum barna og fjölskyldna þeirra.  Þar af hlaut Hafnarfjarðarbær styrk í eitt þróunarverkefni.  

Þróunarverkefni um fjölgun barna innflytjenda í frístundastarfi 

Hafnarfjarðarbær hlaut styrk að fjárhæð
1.500.000 kr. fyrir þróunarverkefnið Fjölgun barna innflytjenda í
frístundastarfi í Hafnarfirði
. Verkefnið hefur þann tilgang að auðvelda börnum innflytjenda á grunnskólaaldri að aðlagast hafnfirsku íþrótta-,
frístunda- og æskulýðsstarfi. Virk þátttaka er talin styrkja sjálfsmynd barnanna, fræða þau um gildi íslensks samfélags, innvikla þau í félagsleg verkefni, stækka félagahópinn og þjálfa samskipti. Boðið er upp á þátttöku án endurgjalds í 3 –
9 mánuði í viðurkenndu íþrótta- og tómstundastarfi hjá Hafnarfjarðarbæ og
íþrótta- og tómstundafélögum bæjarins. Þannig fá börnin tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttu frístundastarfi og kynnast
því ásamt hafnfirskum börnum og á sama tíma fá forráðamenn barnanna tækifæri til að prufa
frístundastarf óháð efnahag. Meginmarkhópurinn eru þau börn sem eru ekki skráðir þátttakendur í skipulagt íþrótta- og tómstundastarf í dag.

Nánari upplýsingar um sjóðinn og styrkþega má finna hér en það er Háskólasetur Vestfjarða sem sér um umsýslu þróunarsjóðsins. 

Sjá frétt á vef Félagsmálaráðuneytis

Ábendingagátt