Fjölmenningunni fagnað í leikskólanum Vesturkoti
Fulltrúar Miðstöðvar menntunar- og skólaþjónustu, mennta- og barnamálaráðuneytis og Miðju máls og læsis, sem er þekkingarteymi á vegum Reykjavíkurborgar, heimsóttu leikskólann Vesturkot í gærmorgun til að fræðast um farsælt fjölmenningarstarf skólans.
Leikskólastarfið miðað að fjölmenningu
„Hér skiljum við ekki á milli íslenskra og barna af erlendum uppruna,“ sagði Inga Þóra Ásdísardóttir, leikskólastjóri Vesturkots, þegar hún tók á móti fulltrúum Miðstöðvar menntunar- og skólaþjónustu og Miðju máls og læsis í gærmorgun. Fulltrúarnir vildu kynna sér þann góða árangur sem hefur náðst í skólanum.
Afar rólegt andrúmsloft mætti fulltrúum ríkis og borgar og mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðarbæjar. Inga Þóra leiddi þau um skólann þar sem börnin voru í leik og starfi í hverju horni. Önnur úti í íslensku vorveðrinu.
Fjölmenningin er hvað mest í leikskólinn Vesturkoti í Hafnarfirði. Viðhorfið þar til fjölmenningar er einnig einstakt og hefur vakið athygli út fyrir bæjarmörkin.
Fjöltyngi auðlind skólastarfsins
Starf leikskólans skarar framúr gagnvart börnum, starfsfólki og ekki síst foreldrum. Fjöltyngi skiptir þar ekki máli og talið til auðlindar en hindrunar. Kannanir hafa sýnt fram á góða niðurstöðu á mælingum í orðanotkun barnanna.
Starfsfólk er einstaklega jákvætt gagnvart breyttu landslagi og notar vinnuaðferðir sem efla börnin í ákvörðunartöku, eru lýðræðisleg. Sjálfsákvörðunarrétturinn ríkir.
Áhersla er lögð á samstarf milli skóla, barna og foreldra í leikskólanum. Mikilvægt er talið að halda góðu sambandi við foreldra og veita þeim góðar upplýsingar um stöðu barna þeirra. Lykilatriði í starfsemi leikskólans er að vera opin, sýna viðrðingu og stuðning, bæði gagnvart tungumáli og menningu fjölskyldunnar.
Börnin koma vel búin úr Vesturkoti
Innri kannanir mennta- og lýðheilsusviðsins á færni barnanna úr þessari leikskóla benda ótvírætt til þess að þar sé unnin afar gott starf. Börn í fyrstu bekkjum grunnskóla sem koma úr Vesturkoti standa sig almennt vel í lestri og íslensku. Starfsfólk leikskólans nýtir sér ýmis verkfæri til stuðnings. Má þar nefna Gefðu10, eða hæfniramma í íslensku fyrir fjöltyngd börn í leikskóla. Það hjálpar til við að greina þarfir barna, til að geta síðar veitt þeim betri aðstoð til að vaxa og þróast í samfélaginu okkar.
Fulltrúar miðstöðvar mennta- og skólaþjónustu voru einmitt mætt þar í morgun til að kynna sér þetta góða starf og kortleggja.
Já, hugsjón í starfi skilar sér vel í Vesturkoti.