Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fjöldi fólks mætti í Bæjarbíói mánudaginn 7. október og kynnti sér tillögu að breyttu aðalskipulagi vegna Coda Terminal verkefnisins. Hægt er að gera athugasemdir við til 10. október næstkomandi. Miklar umræður spunnust á fundinum.
Fjölmennt var á kynningarfundi í Bæjarbíói mánudaginn 7. október á breytingu aðalskipulags vegna Coda Terminal verkefnisins sem hægt er að gera athugasemdir við til 10. október næstkomandi.
Silja Tryggvadóttir, skipulagshöfundurinn frá Eflu, fór yfir aðalskipulagsbreytinguna sem lögð hefur verið fyrir til samþykktar. Eftir kynninguna sátu kjörnir fulltrúar fyrir svörum og voru fulltrúar Carbfix og EFLU einnig til svara. Bæjarfulltrúarnir Orri Björnsson og Valdimar Víðisson, formaður starfshóps um verkefnið, Silja Tryggvadóttir og Ragnhildur Gunnarsdóttir frá Eflu sem og Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsviðs. Fundarstjóri var Gunnar Dofri Ólafsson.
Fyrsta spurning var hvort ekki yrðu íbúakosningar um málið? Orri og Valdimar svöruðu því báðir játandi. Verkefnið færi í íbúakosningu þegar allar upplýsingar lægju fyrir og fjárhagslegur ávinningur fyrir Hafnfirðinga væri ljós. Orri sagði starfshóp hafa unnið í tvö ár en engir samningar tekist. Mörgum spurningum væri ósvarað og ekki búið að ganga frá fjárhagslegum hluta málsins. Hann sagði að tækjust samningur milli bæjarins og Carbfix, sem væri óljóst á þessari stundu, yrði lokaorðið hjá bæjarbúum, í íbúakosningu.
Horfa má á fundinn allan á Facebook-síðu Hafnarfjarðarbæjar. Hægt er að gera athugasemdir við skipulagið sem kynnt var á fundinum í gegnum skipulagsgátt skipulagsstofnunar til 10. október nk.
Aðalskipulagsbreytingin sem kynnt var á fundinum miðar að því að skilgreina 8 nýja iðnaðarsvæðisreiti sem eru hver um sig 0,7 ha að stærð. Á hverjum reit er borteigur til niðurdælingar CO2 og vatnstöku og veg- og lagnatengingar á milli teiga, en borteigur er hugtak sem notað er yfir svæði þar sem niðurdæling koldíoxíðs fer fram.
Á hverjum reit er borteigur til niðurdælingar CO2 og vatnstöku og veg- og lagnatengingar á milli teiga, en borteigur er hugtak sem notað er yfir svæði þar sem niðurdæling koldíoxíðs fer fram.
Á hverjum borteig er áætluð stjórnbygging, allt að 150 m2 að stærð og allt að 8 niðurdælingarholur sem hver um sig er með borholuskýli. Lagnir milli borteiga verða neðanjarðar. Á borteigum verður CO2 leyst í vatni og dælt niður í berglögin.
Samhliða þessu eru iðnaðarsvæði sem eru skilgreind, I3 sameinuð og stækka á kosnað þess reits sem skilgreindur er óbyggt svæði ásamt því að breyta þarf 2 deiliskipulagsáætlunum og gera eitt nýtt deiliskipulag.
Athugasemdir má gera, eins og fyrr greindi, á skipulagsgátt skipulagsstofnunar til 10. október nk.
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…