Fjölmennt á kynningarfundi í Bæjarbíói

Fréttir

Fjöldi fólks mætti  í Bæjarbíói mánudaginn 7. október og kynnti sér tillögu að breyttu aðalskipulagi vegna Coda Terminal verkefnisins. Hægt er að gera athugasemdir við til 10. október næstkomandi. Miklar umræður spunnust á fundinum.

Vel sóttur kynningarfundur

Fjölmennt var á kynningarfundi í Bæjarbíói mánudaginn 7. október á breytingu aðalskipulags vegna Coda Terminal verkefnisins sem hægt er að gera athugasemdir við til 10. október næstkomandi.

Silja Tryggvadóttir, skipulagshöfundurinn frá Eflu, fór yfir aðalskipulagsbreytinguna sem lögð hefur verið fyrir til samþykktar. Eftir kynninguna sátu kjörnir fulltrúar fyrir svörum og voru fulltrúar Carbfix og EFLU einnig til svara. Bæjarfulltrúarnir Orri Björnsson og Valdimar Víðisson, formaður starfshóps um verkefnið, Silja Tryggvadóttir og Ragnhildur Gunnarsdóttir frá Eflu sem og Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsviðs. Fundarstjóri var Gunnar Dofri Ólafsson.

Fyrsta spurning var hvort ekki yrðu íbúakosningar um málið? Orri og Valdimar svöruðu því báðir játandi. Verkefnið færi í íbúakosningu þegar allar upplýsingar lægju fyrir og fjárhagslegur ávinningur fyrir Hafnfirðinga væri ljós. Orri sagði starfshóp hafa unnið í tvö ár en engir samningar tekist. Mörgum spurningum væri ósvarað og ekki búið að ganga frá fjárhagslegum hluta málsins. Hann sagði að tækjust samningur milli bæjarins og Carbfix, sem væri óljóst á þessari stundu, yrði lokaorðið hjá bæjarbúum, í íbúakosningu.

Horfa má á fundinn allan á Facebook-síðu Hafnarfjarðarbæjar. Hægt er að gera athugasemdir við skipulagið sem kynnt var á fundinum í gegnum skipulagsgátt skipulagsstofnunar til 10. október nk.

Breytingarnar sem kynntar voru

Aðalskipulagsbreytingin sem kynnt var á fundinum miðar að því að skilgreina 8 nýja iðnaðarsvæðisreiti sem eru hver um sig 0,7 ha að stærð. Á hverjum reit er borteigur til niðurdælingar CO2 og vatnstöku  og veg- og lagnatengingar á milli teiga, en borteigur er hugtak sem notað er yfir svæði þar sem niðurdæling koldíoxíðs fer fram.

Á hverjum reit er borteigur til niðurdælingar CO2 og vatnstöku  og veg- og lagnatengingar á milli teiga, en borteigur er hugtak sem notað er yfir svæði þar sem niðurdæling koldíoxíðs fer fram.

Á hverjum borteig er áætluð stjórnbygging, allt að 150 m2 að stærð og allt að 8 niðurdælingarholur sem hver um sig er með borholuskýli.  Lagnir milli borteiga verða neðanjarðar. Á borteigum verður CO2 leyst í vatni og dælt niður í berglögin.

Samhliða þessu eru iðnaðarsvæði sem eru skilgreind, I3 sameinuð og stækka á kosnað þess reits sem skilgreindur er óbyggt svæði ásamt því að breyta þarf 2 deiliskipulagsáætlunum og gera eitt nýtt deiliskipulag.

  • Nýtt deiliskipulag í sunnanverðu Kapelluhrauni. Gert er ráð fyrir 4 nýjum lóðum til niðurdælingar, lagnaleiðir ásamt vegarslóðum eru skilgreindir.
  • Deiliskipulag Hellnahrauns 2. áfangi, breyting.  Skipulagsmörkum verður breytt og skilgreind ný lóð með byggingarreit norðan við Breiðhellu 16.  Sýnd er aðkoma og lagnaleið.
  • Deiliskipulag Hellnahrauns 3. áfangi , breyting. Skipulagssvæðið stækkar og lóðum verður breytt, nýrri lóð er bætt við og skilgreindar eru lagnaleiðir og aðkoma að lóðum.

Athugasemdir má gera, eins og fyrr greindi, á skipulagsgátt skipulagsstofnunar til 10. október nk.

 

 

Ábendingagátt