Tryggðu þér fjölskyldugarð í sumar. Skráning er hafin!

Fréttir

Fjölskyldugarðar Hafnarfjarðar verða opnir á Víðistöðum og á Öldugötu í sumar. Garðarnir afhendast plægðir og hefst úthlutun í lok maí. Hér er um að ræða frábært tækifæri fyrir einstaklinga og fjölskyldur til að ræta sitt eigið grænmeti. Skráning hefst þriðjudaginn 12. maí.

English and Polski below>>

Njótum þess að rækta eigið grænmeti í sumar!

Fjölskyldugarðar Hafnarfjarðar verða opnir á Víðistöðum og á Öldugötu í sumar. Garðarnir afhendast plægðir og hefst úthlutun í lok maí. Hér er um að ræða frábært tækifæri fyrir einstaklinga og fjölskyldur til að ræta sitt eigið grænmeti. Skráning hefst miðvikudaginn 13. maí.

Opið er fyrir skráningar frá og með 13. maí – skráning fer fram hér en einnig er hægt að sækja um í gegnum Mínar síður . Mæta þarf með kvittun fyrir greiðslu á garði á skrifstofu Vinnuskóla Hafnarfjarðar og velja garð. Skrifstofur vinnuskólans eru staðsettar að Suðurgötu 14  og eru opnar alla virka daga milli 8 -16. Einnig er hægt að ná í starfsmenn skrifstofunnar í síma 565-1899 og á tölvupóstfangið: vinnuskoli@hafnarfjordur.is

Kostnaði haldið í lágmarki

Kostnaði við garða er haldið í algjöru lágmarki og mun sú lækkun sem átti sér stað í fyrra, úr 5.000.- kr í 1.500.- gilda áfram. Sumarið 2020 mun því einn garður kosta 1.500.- kr og tveir 2.500.- kr. Líkt og í fyrra er ekki innifalið grænmeti eða annað efni en aðgengi að vatni og minniháttar verkfærum verður til staðar. Nýtt fyrirkomulag hvað þetta varðar er að reynast vel því það er misjafnt hvað fólk vill gróðursetja, bæði hvað varðar tegundir og magn. Sumarið 2019 réði eftirspurn framboði garða og að endingu stóðu 120 garðar hafnfirskum fjölskyldum til boða sem allir voru nýttir.

Sköpum skemmtilegar samverustundir við eigin ræktun í sumar

Um leið og öll formsatriði hafa verið afgreidd þá geta hafnfirskir einstaklingar og fjölskyldur farið að mæta saman í garðinn og rækta sínar eigin afurðir. Reynsla síðustu ára hefur sýnt að það skapast skemmtilegar samverustundir í kringum ræktunina, allt frá vali á grænmeti að uppskeru.

Við hvetjum alla áhugasama til að sækja um og njóta þess að rækta eigið grænmeti!

———————————–

English

Family gardens

Family gardens are open to all Hafnarfjörður residents. These offer a great opportunity for the family and others to cultivate their own vegetables this summer. There are family gardens at Víðistaðir and at Öldur, at the top of Öldugata. Registration is through here

———————————–

Polski

Rodzinne ogródki

Rodzinne ogródki są dostępne dla wszystkich mieszkańców miasta. Stwarzają one wspaniałą okazję dla rodzin oraz innych osób do uprawania swoich własnych warzyw latem. Rodzinne ogródki znajdują się w Víðistaðir oraz w Öldur, na samej górze Öldugata. Zapisy dostępne są tutaj. Zapisy dostępne są tutaj.

Ábendingagátt