Fjölskyldugarðar til ræktunar á eigin grænmeti

Fréttir

Fjölskyldugarðarnir eru opnir öllum bæjarbúum og um að ræða frábært tækifæri fyrir fjölskyldur og aðra til að rækta sitt eigið grænmeti í sumar.

Frábært tækifæri fyrir fjölskyldur og alla áhugasama.

Fjölskyldugarðarnir eru opnir öllum bæjarbúum og um að ræða frábært tækifæri fyrir fjölskyldur og aðra til að rækta sitt eigið grænmeti í sumar.

Fjölskyldugarðarnir eru opnir á Víðistöðum og ef eftirspurn er mikil er möguleiki á að opna garða efst á Öldugötu. Kostnaður fyrir garð er kr. 1.500.- og fyrir tvo garða er greiðslan 2.500.- kr.  Ólíkt fyrri árum er ekki innifalið grænmeti eða annað hráefni en aðgengi að vatni og minniháttar verkfærum verður til staðar. Garðarnir afhendast plægðir og úthlutun hófst í lok maí.

Opið er fyrir skráningar í fjölskyldugarða á MÍNUM SÍÐUM undir umsóknir – grunnskólar – skráning á sumarnámskeið.

Mæta þarf með kvittun fyrir greiðslu á garði á skrifstofu Vinnuskóla Hafnarfjarðar og velja garð. Skrifstofur vinnuskólans eru staðsettar að Hrauntungu 5 og eru opnar alla virka daga milli 8 -16. Einnig er hægt að ná í starfsmenn skrifstofunnar í síma 565-1899 og á tölvupóstfangið: vinnuskoli@hafnarfjordur.is

Allir áhugasamir hvattir til að sækja um og njóta þess að rækta eigið grænmeti í sumar!

Ábendingagátt