Fjölskylduhátíð Get Together á 17. júní

Fréttir

Get together stóð fyrir opnu húsi í annað sinn á 17. júní og var samtakamáttur var orð þjóðhátíðardagsins.  GETA – hjálparsamtök eru félagasamtök sem rekin eru af kraftmiklum sjálfboðaliðum í samstarfi við Hafnarborg og Hafnarfjarðarkirkju. Megintilgangurinn er valdefling og stuðningur við flóttafólk í Hafnarfirði.

Samtakamáttur var orð þjóðhátíðardagsins

Get together stóð fyrir opnu húsi í annað sinn á 17. júní. Í ár var boðið upp á vöfflur með rjóma og sultu, kleinur, kaffi, kókómjólk og djús. Inni í Vonarhöfn föndruðu fjölskyldur fána, aðrir léku tónlist á píanóið enda nokkrir píanósnillingar í hópi gesta. Úti var fatamarkaður, veitingatjald, útistólar og krítar sem krakkarnir gripu í sér til skemmtunar. Öll börn fengu gjafapoka með allskonar góðgæti til þess að hafa með sér út í daginn og hópurinn í heild naut samveru í góðum félagsskap.

Samtakamáttur var orð þjóðhátíðardagsins hjá Get together en án sjálfboðaliðanna sem vinna óeigingjarnt starf í þágu fólksins og velunnara væri ekki hægt að gera daginn jafn frábæran og raunin var. Samtökin færa eftirfarandi aðilum sérstakar þakkir: Hafnarfjarðarbær, Hafnarfjarðarkirkja , HS Orka, Húsasmiðjan, Matarbúðin Nándin, Krónan, ÓJ&K- ÍSAM, Ísafoldarprentsmiðja, Leikfangaland, Gæðabakstur – Ömmubakstur, Mjólkursamsalan og Góa.

Valdefling og stuðningur við flóttafólk í Hafnarfirði

GETA – hjálparsamtök eru félagasamtök sem rekin eru af kraftmiklum sjálfboðaliðum í samstarfi við Hafnarborg og Hafnarfjarðarkirkju. Ytri starfsemi félagsins gengur undir heitinu Get together – support for refugees in Hafnarfjörður, en megintilgangurinn er að standa fyrir samverustundum og viðburðum fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd með búsetu í Hafnarfirði. Með reglulegum samverustundum, stuðningi og fræðslu leitast GETA við að rjúfa félagslega einangrun, valdefla og styðja flóttafólk og stuðla þannig að jákvæðu fjölmenningarlegu samfélagi. GETA er rekið án fjárhagslegs ávinnings og styður við allt flóttafólk óháð trú eða þjóðerni.

Facebooksíða Get together

Ábendingagátt