Fjölþætt fræðsla á starfsdegi frístundar, leik- og grunnskóla

Fréttir

Menntastefna Hafnarfjarðarbæjar var kynnt á starfsdegi astarfsfólks frístundar-, grunnskóla- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þann 14. nóvember. Þátttakendur gátu valið um ólíka fyrirlestra til að efla fagmennskuna.

Fræðandi dagur til að efla fagmennsku

Menntastefna Hafnarfjarðarbæjar var kynnt á starfsdegi alls starfsfólks frístundar-, grunnskóla- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þann 14. nóvember. Innleiðing stefnunnar er þegar hafin. Hún tryggir að öll gangi í takt í skólastarfinu. Auk menntastefnunnar var horft sérstaklega til:

  • farsældarinnleiðingar
  • gervigreindarsjónarmiða
  • inngildandi kennsluumhverfis
  • barna með fjölþættar áskoranir
  • vellíðan í skólastarfi

Starfsdagurinn var vel nýttur og gátu þátttakendur kosið þá fræðslu sem hentaði þeim best. Markmið dagsins er að efla fagmennsku í starfi.

Hafnarfjarðarbær er heppinn með hafsjó fagfólks sem sá um smiðjur og fræðslu. Grunn- og leikskólasmiðjur voru fyrir hádegi en starfsfólk frístundarheimilanna hittist eftir hádegi í Áslandsskóla. Starfsdagar sem þessir eru mikilvægir fyrir eflingu fagsleg starfs í leik-, grunn- og fríund til að fræðast og tengjast.

Meðal annars var rætt um vernd barna gegn kynferðisofbeldi, birtingarmyndir þess, algengi og áhrif kynferðisofbeldis á börn. Þátttakendur fengu kynningu á einföldum leiðum til að fræða börn og einnig tækifæri til að fara í gegnum raunveruleg dæmi og eiga samtal um viðeigandi viðbrögð.

Rætt var um stefnumótun og innleiðing gervigreindar í leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar. Ýmis álitamál voru tekin fyrir ásamt því að fjallað var um gervigreind í stærra samhengi – hvernig hún þróast, breytir hlutverki kennara og nemenda og getur orðið raunverulegur samstarfsaðili í menntun framtíðarinnar. Farið var yfir skóla án aðgreiningar og inngildandi skólastarf.

Dagurinn var afar vel heppnaður, fræðandi og gaf starfsfólki góð verkfæri inn í dagleg störf sín.

 

Ábendingagátt