Fjólublá hjörtu á alþjóðadegi fatlaðs fólks

Fréttir

Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert til að varpa ljósi á baráttu fatlaðs fólks og mikilvægu framlagi þess.

Baráttudagur fatlaðs fólks er í dag

Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert. Kastljósinu er í dag beint að baráttu fatlaðs fólks og mikilvægu framlagi þess í samfélaginu.

Dagurinn hefur verið haldinn frá árinu 1992 með það að markmiði að efla skilning á málefnum fatlaðs fólks og ýta undir stuðning við reisn, réttindi og velferð. Jafnframt að auka vitund um þann ávinning sem hlýst af þátttöku fatlaðs fólks á öllum sviðum samfélagsins – stjórnmála-, félags-, efnahags- og menningarlífs.

Já, við erum svo sannarlega með fjólublátt ljós í hjarta í dag og horfum til mikilvægi þess að vera upplýst samfélag – ekki aðeins í dag heldur alla daga.

 

Ábendingagátt