Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Enn einum áfangasigri uppbyggingar á Sólvangi í Hafnarfirði var fagnað í dag með öðruvísi innflutningsboði þegar fjórar nýjar hænur fluttu inn í glænýjan kofa í fallegum og endurgerðum garði sem hugsaður er fyrir íbúa og skjólstæðinga Sólvangs. Hollvinasamtök Sólvangs færðu heimilinu hænurnar að gjöf.
Enn einum áfangasigri uppbyggingar á Sólvangi í Hafnarfirði var fagnað í dag með öðruvísi innflutningsboði þegar fjórar nýjar hænur fluttu inn í glænýjan kofa í fallegum og endurgerðum garði sem hugsaður er fyrir íbúa og skjólstæðinga Sólvangs. Á haustdögum vann Hafnarfjarðarbær að endurgerð garðsins og byggði þar í leiðinni glæsilegan hænsnakofa sem íbúar, dagdvalargestir, gestir heilsusetursins, starfsfólk og aðstandendur munu njóta. Hollvinasamtök Sólvangs færðu heimilinu hænurnar að gjöf og voru þær Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Halla Thoroddsen forstjóri Sóltúns öldrunarþjónustu á meðal veislugesta en báðar eru þær hænueigendur og þekkja þá gleði sem þær færa ungum sem öldnum.
Fjölmenni fagnaði komu hænanna í dag.
Garðurinn við Sólvang hefur verið glæsilega endurgerður með þarfir aldraðra og heilabilaðra í huga og stendur í gullfallegu bæjarstæði með útsýni yfir Hamarskotslæk í átt til sjávar. Íbúar og aðrir skjólstæðingar beðið komu hænanna með óþreyju. Dagdvalargestir mun sjá um að sinna hænunum fjórum enda felur umsjónin í sér góða iðjuþjálfun. Auk þess eru hænurnar hugsaðar til að leiða saman kynslóðirnar og hugmyndin að bæði nemendur í leikskóla og grunnskóla í næsta nágrenni Sólvangs geti líka komið og hitt bæði hænurnar og eigendur þeirra. Innflutningur hænanna markar ákveðin tímamót þar sem nú á einungis eftir að endurnýja og byggja upp efstu hæðina í gamla Sólvangi og þá er full starfsemi komin á allar hæðir í báðum húsunum. Áhersla hefur verið lögð á það síðustu mánuði og ár að byggja upp öfluga og góða öldrunarþjónustu á Sólvangi og greiða þannig aðgang eldri borgara að fyrirbyggjandi þjónustu og stuðningi. Sólvangur er rekinn af Sóltúni öldrunarþjónustu.
Hænurnar eru fjórar talsins og næsta skref verður að finna þeim nöfn.
Sólvangur hýsir í dag 71 hjúkrunarrými í tveimur húsum, 60 rými í nýju húsi sem opnað var formlega sumarið 2019 og 11 rými á 2. hæð gamla Sólvangs eftir að húsið gekk í gegnum endurnýjun lífdaga. Þessi 11 rými voru tekin í notkun nú í haust. Gamli Sólvangur hýsir í dag, til viðbótar við hjúkrunarrýmin ellefu, 12 sérhæfð dagdvalarrými fyrir fólk með heilabilun opnuð í júlí 2019, 14 dagþjálfunarrými sem opnuð voru í október 2021 eftir gagngerar endurbætur á jarðhæð og 39 ný rými fyrir endurhæfingu opnuð haustið 2022. Þjónustan sem opnuð var í haust felur í sér nýja nálgun í stuðningi við eldra fólk, sem njóta heimahjúkrunar á höfuðborgarsvæðinu og hefur það að markmiði, líkt og önnur fyrirbyggjandi þjónusta á Sólvangi, að aðstoða og efla eldra fólk til að dvelja lengur í sjálfstæðri búsetu við betri lífsgæði.
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.