Flaggað fyrir Hildi Guðna

Fréttir

Flaggað er nú í heila stöng á Ráðhúsi Hafnarfjarðar í tilefni þess að Hafnfirðingurinn Hildur Guðnadóttir hlaut í nótt Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í myndinni Joker og er þar með fyrst Íslendinga til að hljóta þessi virtu verðlaun Akademíunnar. Hildur hefur að undanförnu hreppt eftirsótt og virt verðlaun fyrir tónlistina í Joker og í sjónvarpsþáttunum Chernobyl.

Flaggað er nú á Ráðhúsi Hafnarfjarðar í
tilefni þess að Hafnfirðingurinn Hildur Guðnadóttir hlaut í nótt Óskarsverðlaun
fyrir tónlist sína í myndinni Joker og er þar með fyrst Íslendinga til að
hljóta þessi virtu verðlaun Akademíunnar.
Hildur hefur að undanförnu hreppt eftirsótt og virt verðlaun fyrir
tónlistina í Joker og í sjónvarpsþáttunum Chernobyl.

4

Eins og fram kom í frétt á bæjarmiðlinum Hafnfirðingi þá hóf
Hildur nám í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar sjö ára gömul á selló hjá kennaranum
Oliver Kentish og er Hildur þegar orðin mikil fyrirmynd ungra nemenda þar.
Samkvæmt kennara hennar hafði Hildur snemma sína meiningu og nálgun í
tónlistinni og var ung farin að semja sjálf.
Óhætt er að segja að tónlistarlífið í Hafnarfirði sé blómlegt enda mikil
áhersla lögð á tónlistarnám m.a. í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar sem fagnar 70
ára starfsafmæli á árinu með fjölbreyttu móti.

Sjá frétt Hafnfirðings fyrir afhendinguna

Ábendingagátt