Fleiri búsetukjarnar fyrir fatlað fólk

Fréttir

Hafnarfjarðarbær, fyrir hönd Heimilin íbúðafélag hses., og HBH Byggir ehf. skrifuðu fyrir helgi undir verksamning um uppbyggingu á búsetukjarna fyrir fatlað fólk að Öldugötu 45. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist strax í sumar og að íbúðirnar afhendist í febrúar 2021.

Hafnarfjarðarbær,
fyrir hönd Heimilin íbúðafélag hses., og HBH Byggir ehf. skrifuðu fyrir helgi
undir verksamning um uppbyggingu á búsetukjarna fyrir fatlað fólk að Öldugötu
45. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist strax í sumar og að íbúðirnar
afhendist í febrúar 2021.

IMG_1154

Hér má sjá Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar og Dagmar Þorsteinsdóttur framkvæmdastjóri HBH Byggis ehf. við undirritun verksamnings. Fyrir aftan stendur hópurinn sem hefur komið að verkefninu f.h. Hafnarfjarðarbæjar, HBH Byggir ehf, Orbicon verkfræðistofu og VSB verkfræðistofu.   

HBH Byggir ehf. átti lægsta tilboð í byggingu íbúðakjarna
við Öldugötu 45 í Hafnarfirði en á sama tíma fékk tillagan bestu umsögn
matsnefndar. „Við höldum áfram að fjölga
heimilum fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði eins og óskir okkar og áætlanir gera
ráð fyrir. Í lok árs 2018 skrifuðum við undir samning við Framkvæmdafélagið
Arnarhvol ehf. um uppbyggingu á búsetukjarna að Arnarhrauni 50 þannig að við
erum að vinna að því hörðum höndum að fjölga sérhönnuðum heimilum fyrir fatlað
fólk sem getur og vill búa í eigin húsnæði. Það er afar ánægjulegt að sjá
þessar framkvæmdir verða að veruleika og hlakka ég til að sjá íbúana flytja inn
í ný híbýli“ segir
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar við
undirritun á samningi við HBH Byggir ehf.

Um alútboð er að ræða og hljóðar verksamningur upp á rúmar
152,6 milljónir króna. HBH Byggir ehf. mun hanna, byggja og fullgera húsnæðið
ásamt lóð og skila því fullbúnu til notkunar. Arkitekt
er Sturla Þór Jónsson og Orbicon sér um verkfræðihönnun. Um er að ræða sex sérbýli sem
hvert um sig er um 50 m2 að stærð ásamt 23 m2 starfsmannaaðstöðu
og um 20 m2 sameiginlegum rýmum. Stærð lóðar er 1.904,3 m2.
Öll sérbýlin eru hönnuð samkvæmt hugmyndafræði algildrar hönnunar en í því
felst að hanna góðar lausnir með jafnrétti og vellíðan alls fólks í fyrirrúmi. 

Ábendingagátt