Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Gestafjöldi í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, jókst um 14% milli ára. Fjölbreytt ár framundan í breyttum miðbæ Hafnarfjarðarbæjar.
Gestafjöldi í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, jókst um 14% milli áranna 2024 og 2025. Tíu nýjar sýningar opnuðu á árinu. Haldnir voru 70 auglýstir viðburðir. Þar af 20 stærri tónleikar.
Aldís Arnardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, segir 2025 hafa verið frábært ár. „Mjög fjölbreyttar sýningar og viðburðir.“
Hún segir sýningu Péturs Thomsen Landnám meðal þess sem stóð upp úr á árinu. Hún stóð yfir í Hafnarborg frá nóvember 2024 til febrúar 2025. Pétur hlaut til að mynda viðurkenninguna Myndlistarmaður ársins á Íslensku myndlistarverðlaununum 2025 fyrir sýninguna.
„Það er erfitt að gera upp á milli sýninga en það var sérstaklega ánægjulegt að fylgja sýningu Péturs eftir og sjá afraksturinn. Og að öllu öðru ólöstuðu vil ég einnig nefna Sönghátíð í Hafnarborg.“
Dagskrá Sönghátíðarinnar hafi verið stórglæsileg. „Átta tónleikar voru á dagskrá yfir tveggja vikna tímabil auk námskeiða. Það er alltaf líf og fjör hjá okkur þegar Sönghátíðin stendur yfir. Hún var í júní í fyrra og verður aftur á sama tíma næsta sumar. Ég hvet öll til að láta þetta ekki fram hjá sér fara. Þetta er metnaðarfull söngdagskrá og margt af okkar glæsilegasta tónlistarfólki kemur fram.“
Valdimar Víðisson, bæjarstjóri, gerir upp Hafnarborgarárið á Facebook-síðu sinni og segir Hafnfirðinga ákaflega stolta af Hafnarborg, sem var stofnuð árið 1983. Strax við stofnun hafi Hafnarborg orðið aðsetur listaverkasafns Hafnarfjarðarbæjar.
„Hjónin Ingibjörg Sigurjónsdóttir, lyfjafræðingur, og Sverrir Magnússon, lyfsali, færðu bænum húsið að gjöf ásamt veglegu safni listaverka og bóka,“ segir hann þar. „Hafnarborg á um 1600 listaverk. Á árinu bættust við ný verk í safneign, meðal annars eftir Pétur Thomsen, Arngrunni Ýr, Guðrúnu Bergsdóttur og Eggert Pétursson.“
Aldís segir fjölmarga viðburði og sýningar verða í Hafnarborg á þessu ári. „Áfram verður dagskráin mjög fjölbreytt jafnt þegar litið er til sýninga og útgáfu. Við erum alltaf með mismunandi áherslur í huga milli sýninga þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Hún er sérstaklega spennt fyrir haustsýningunni.
„Vinnutitilinn er Spássían. Sjónarhornið er nýtt og ég hlakka til að sjá hvernig það kemur út. Ég er líka spennt fyrir nóvembersýningunni. Undanfarin ár höfum við meðal annars verið að beina sjónum að myndlistarmönnum sem hafa þegar náð fótfestu en eru ungir og á góðri siglingu. Í ár er það Styrmir Örn Guðmundsson sem verður með einkasýningu í aðalsalnum,“ segir Aldís. „Sama má segja um væntanlega sýningu myndlistarmannanna Lukasar Bury og Weroniku Balcerak sem opnar í safninu í byrjun mars.“
„Með ólíkum sýningum fáum við ólíka gesti inn í húsið. Já, fjölbreytnin er að skila sér,“ segir Aldís og að árið 2026 muni leiða margt spennandi af sér.
„Ég hlakka til að sjá Bókasafnið á nýjum stað. Miðbærinn hefur tekið við sér nú þegar Fjörður hefur stækkað. Það er líflegt hér í hjarta Hafnarfjarðar og það skilar sér til okkar,“ segir hún.
„Aðsóknin var sérstaklega mikil í nóvember og desember. Sýning Eggerts Péturssonar Roði hefur mikið aðdráttarafl og stendur til 1. mars. Svo hafði Jólaþorpið líka áhrif. Það skilaði sér með beinum hætti til okkar og við sáum mikla aukningu gesta um helgar.“
Aldís tekur undir orð Valdimars sem hvetur öll til að gefa sér tíma til að njóta alls þess sem Hafnarborg hafi upp á að bjóða. Hann segir: „Frábært starfsfólk starfar þar sem tekur afar vel á móti ykkur.“ Hún segir: „Við vonum að heimsókn til okkar sé alltaf ánægjuleg og vel þess virði!“
Hafnarfjarðarbær hefur fengið 8.185.000 króna styrk frá barna- og menntamálaráðuneytinu til að efla íslenskukunnáttu, sjálfstraust og þátttöku starfsfólks hafnfirskra leikskóla í samfélaginu.
Ráðherra, bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Vigdísarholts skáluðu í kakói með rjóma við undirritun á samkomulagi um byggingu og rekstur nýs 108…
Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt að veita Brynju leigufélagi stofnframlag til kaupa á 16 íbúðum til úthlutunar fyrir öryrkja. Íbúar í Hafnarfirði…
Viltu spjalla við verkefnastjóra fjölmenningar hjá Hafnarfjarðarbæ? Koma hugmyndum þínum á framfæri, fá ráð eða ræða málin? Opnir viðtalstímar í…
Tvö námskeið eru í boði í Nýsköpunarsetrinu nú í janúar. Annað Listasmiðja fyrir krakka á aldrinum 9-12 ára. Hitt Skissubókanámskeið…
Strandgötu verður tímabundið lokað vegna viðburðar á Thorsplani milli kl.16:45 og 18:15 þriðjudaginn 6. janúar.
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
„Með sex tíma gjaldfrjálsum leikskóla erum við að létta undir með fjölskyldum og styrkja jafnvægið milli fjölskyldulífs og atvinnu,“ segir Valdimar…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…