Fleiri íbúar flytja inn í sex sérbýla kjarna að Arnarhrauni

Fréttir

Tveir íbúar til viðbótar hafa nú flutt inn á nýjan búsetukjarna að Arnarhrauni en fyrstu tveir fluttu inn á fallegum sumardegi um miðjan ágúst. Arnarhraunið mun fullbúið hýsa heimili fyrir sex einstaklinga og munu síðustu tveir flytja inn um áramót. Allir þessir íbúar eru að flytja að heima í fyrsta skipti og draumur þeirra um sjálfstæða búsetu því orðinn að veruleika.

Fleiri íbúar flytja inn á Arnarhraunið

Tveir íbúar til viðbótar hafa nú flutt inn á nýjan búsetukjarna að Arnarhrauni en fyrstu tveir fluttu inn á fallegum sumardegi um miðjan ágúst. Arnarhraunið mun fullbúið hýsa heimili fyrir sex einstaklinga og munu síðustu tveir flytja inn um áramót. Allir þessir íbúar eru að flytja að heima í fyrsta skipti og draumur þeirra um sjálfstæða búsetu því orðinn að veruleika.

IMG_4152Freyja og Hlynur fluttu í Arnarhraunið í síðustu viku. 

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, formaður fjölskylduráðs og sviðstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs buðu nýja íbúa velkomna á staðinn líkt og gert var þegar fyrstu tveir fluttu inn og óskuðu þeim velfarnaðar í þessum nýja og fallega sex sérbýla íbúðakjarna á Arnarhrauninu. Nýr íbúðakjarni þykir einstaklega vel heppnaður og ekki skemmir fyrir frábær staðsetning hans á rótgrónum við Hamarskotslæk. 

Ábendingagátt