Flókið að leysa mönnun á heimilum fatlaðs fólks í Covid

Fréttir

Fjöldi starfsmanna og íbúa á heimilum fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði er með covid. Um helmingur forstöðumanna heimilanna greindist einnig með veiruna í þessari viku. Flókið hefur verið að leysa mönnun þar sem íbúar þurfa sólarhringsþjónustu. Rúmlega sextíu íbúar eru á heimilum fyrir fatlaða í Hafnarfirði og fá sólarhringsþjónustu. Miklar covid-sýkingar hafa valdið vanda við að leysa það að sinna fólkinu sem skyldi.

Fjöldi starfsmanna og íbúa á heimilum fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði er með covid. Um helmingur forstöðumanna heimilanna greindist einnig með veiruna í þessari viku. Flókið hefur verið að leysa mönnun þar sem íbúar þurfa sólarhringsþjónustu. Rúmlega sextíu íbúar eru á heimilum fyrir fatlaða í Hafnarfirði og fá sólarhringsþjónustu. 

Viðtal við Hrönn Hilmarsdottur var birt í kvöldfréttum Stöðvar 2 sunnudaginn 20. febrúar

 
MalefniFatladsFolks2022

Hrönn Hilmarsdóttir er deildarstjóri þróunar og reksturs í málaflokki fatlaðs fólks í Hafnarfirði. 

„Það er mikið um smit núna bæði hjá íbúum og hjá starfsfólki og eins og staðan er í dag til dæmis á þessum stað þá eru tveir þriðju hlutar starfsmanna smitaðir, allir íbúar smitaðir og við erum svolítið að prjóna bara hvern dag fyrir sig og hvern klukkutíma fyrir sig að reyna að leita leiða og lausna. En þetta er bara einn af þessum stöðum sem eru í þessari stöðu akkúrat núna. Forstöðumenn hafa tekið hlutunum af miklu æðruleysi og ótrúlega jákvæðir og lausnamiðaðir að finna leiðir því að enginn dagur er eins og það sem gengur á einum stað gengur kannski ekki á öðrum stað“ segir Hrönn.

Sums staðar er auðvelt að aðgreina íbúa sem smitast frá öðrum þar sem þeir búa í íbúðum en annars staðar er það snúið. Stundum eiga smitaðir heimilismenn einnig erfitt með að skilja hvers vegna þeir mega ekki vera með hinum íbúunum. Hrönn segir smit sannarlega víða í samfélaginu núna en aðstæður geti verið mjög misjafnar.

„En það er mikilvægt að hugsa til þess að hér erum við með fólk sem þarf alla aðstoð allan sólarhringinn allan ársins hring og þetta eru oft litlar og viðkvæmar einingar ekki stórir starfsmannahópar. Við höfum fengið jafnvel lánað af öðrum starfsstöðvum þar sem hafa verið dæmi um að dagsþjónustan þar sem þú þekkir íbúana sé að koma jafnvel inn á heimilin til að leysa málin“ segir Hrönn.„ Ég get ekki annað en dáðst að þessu starfsfólki sem er að vinna hérna því það hefur staðið eins og klettur samhljóma um að íbúum líði sem best. Það er bara markmiðið hjá þessum starfsmannahópi yfir höfuð.“

„Það er partur af vandanum að finna lausn hjá hverjum og einum, sérstaklega á herbergjaheimilunum. Við þurfum að vernda hina íbúana. Það eru alveg dæmi um að ég veit ekki hvort ég á að segja frá því en það eru alveg dæmi þess að forstöðumaður fór hreinlega bara með íbúa heim til sín, því allir heima hjá forstöðumanninum voru með Covid, íbúinn var með Covid og fékk leyfi hjá aðstandendum því það var það sem hentaði íbúanum best, það var búið að sinna honum í fjölda fjölda fjöldamörg ár“ segir Hrönn.

Viðtal við Hrönn Hilmarsdottur var birt í kvöldfréttum Stöðvar 2 sunnudaginn 20. febrúar

Ábendingagátt