Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Um sjötíu mættu á kynningarfund um stækkun útisvæðis Ásvallarlaugar og hugmyndar að nýrri kennslulaug sem haldinn var síðdegis í gær. Margar ábendingar komu fram og verður hugmyndin þróuð áfram.
Um sjötíu mættu á kynningarfund um stækkun útisvæðis Ásvallarlaugar og hugmyndar að nýrri kennslulaug – Og það þrátt fyrir landsleik Íslands og Frakklands í karlaknattspyrnu! Hópurinn gaf sér tíma til að hafa áhrif á uppbyggingu Ásvallalaugar.
Arkitektastofan Batteríið þróaði hugmyndina að svæðinu með umhverfis og framkvæmdaráði. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, formaður ráðsins stýrði fundinum. Davíð Ingi Bustion kynnti niðurstöðuna.
„Sundfélag Hafnarfjarðar er besta sundfélag landsins og Ásvallalaug besta æfingasundlaug landsins. Hvernig mætum við þessu og komum með nýtt sem snýr að afslöppun og rólegheitum?“ spurði hann í upphafi kynningarinnar og útskýrði hugmyndafræðina við þessa frumhönnun svæðisins sem gestir fundarins gátu svo komið með ábendingar um og sagt skoðun sína á.
Davíð sagði þau hjá Batteríinu hafa hugsað um að koma með mýkt á móti kassalagaðri innilauginni. Þau hafi þróað aðferð til að búa til flókin form á einfaldan og hagkvæman hátt. Hugmyndin hafi verið að hægt væri að mynda sjónræn tengsl milli sundlaugargesta svo öll gætu hjálpast að við að gæta hvers annars.
„Við horfum til þess að búa til það skemmtilegt svæði að börn leiti ekki annað, þar sem erfiðara er að fylgjast með þeim,“ sagði hann. „Þótt foreldrar fylgist með sínum börnum er mikilvægt að virkja alla til að fylgjast með.“
Hann lýsti því hvernig landslagið væri notað í hönnuninni. Hólar, hæðir og hraun fengju að njóta sín. Greining hafi farið fram. Niðurstaðan:
Hann lýsti því hvernig þau hefðu heimsótt 8-10 laugar við hönnun nýja svæðisins við Ásvallalaug. Þeir hafi sótt innblástur í Lágafellslaug litið til rennibrautarinnar. Foreldrar gætu auðveldlega fylgst með börnunum renna sér. Á teikningunum væri einnig blautgufa, þurrgufa, hraunlaut og göngustígur
„Það kom mjög skýrt fram að fólk sem er ekki að koma í sund vill geta fylgst með sundlauginni,“ sagði Davíð á fundinum sem haldinn var í sal í Ásvallalaug. „Þetta er hverfislaug og það er mikilvægt að hún þjóni hverfinu.“
Hann fór yfir skuggasvæði. „Þetta gæti ekki verið betri staðsetning upp á sól að gera,“ sagði hann. „Á sumrin er sól allan daginn.“
Ýmsar spurningar vöknuðu á fundinum: Verða pottarnir nógu djúpir? var spurt. Svarið: „Já, algjörlega,“ sagði Davíð og útskýrði að dýptin í þeim væri mismunandi. „Við bjóðum upp á margar og mismunandi upplifanir sem þjóna öllum.“
Spurt var hvort reynt yrði að vernda mosann? „Já samkvæmt skipulagi er hann verndaður. Það er gert með því að girða svæðið af á meðan á framkvæmd stendur.“ Ekki væri hróflað við hrauninu. „Það verður allt reynt til að raska ekki mosa.“
Spurt var hvort gert yrði við leka í anddyri og svaraði hann að þetta væri tæ tækifæri til að skoða það. Spurt var hvernig hljóðvist yrði háttað? Svarið var að þær kæmu eftirá. „Pælingin er að gróðurinn og grindverk hjálpi til.“
Ein ábendinganna var að útisundlaugin yrði að vera 8 brauta til að hægt væri að fylgja keppnisreglum. Þá var einnig bent á dýpt hennar og að passa yrði að hún yrði alls ekki styttri en 25 metrar. Davíð og fulltrúar Batterísins sögðu að þetta yrði allt yfirfarið. Ábendingarnar væru góðar. Einnig var spurt hvort hægt væri að hafa stillanlegan botn.
Spurt var um kalda pottinn og hitastigið þar. Einnig um kostnað. Guðbjörg Oddný sagði það næsta skref að greina kostnaðinn betur. Einnig var lögð áhersla á öryggi á framkvæmdatíma. Fundurinn var afar góður. Farið var yfir laugina í heild; búningsklefa og hvernig Hafnfirðingum gæti best verið þjónað.
„Þetta er samfélagslegt verkefni,“ sagði Davíð að lokum. „Það þarf virka þátttöku íbúa. Þið hittið fjölskyldu og vini: Talið um laugina og fáið fólk til að koma með innslag. Við munum skoða allar ábendingar.“
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…