Flottir hafnfirskir unglingar

Fréttir

Á fundi fræðsluráðs í gær  kynnti Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi skýrslu frá Rannsóknum og greiningu sem gerð er fyrir Menntamálaráðuneytið og fjallar um vímuefnaneyslu meðal nemenda í efstu bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar.

Á fundi fræðsluráðs í gær  kynnti Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi skýrslu frá Rannsóknum og greiningu sem gerð er fyrir Menntamálaráðuneytið og fjallar um vímuefnaneyslu meðal nemenda í efstu bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar.

Frá árinu 2003 hefur Hafnarfjarðarbær fengið sérstaka úrvinnslu úr þessari könnun og greint gögnin niður á hvern skóla. Þannig hefur verið hægt að bregðast markvisst við og vinna að fyrirbyggjandi verkefnum.

Enginn í 10.bekk reykir

Um 84% nemenda tóku þátt í könnuninni og eru rúmlega 1100 nemendur í unglingadeildum Hafnarfjarðar. Helstu niðurstöður eru að í 10. bekk reykti engin nemandi, 4% nemenda höfðu prufað neftóbak síðustu 30 daga fyrir könnunina, 4 % nemenda í 10. bekk höfðu drukkið áfengi 30 daga fyrir könnuna og um 5% nemenda í 10. bekk sögðust hafa prufað marijúana einhvern tíma um ævina.

Þessar tölur hafa lækkað umtalsvert á síðustu árum utan neyslu á marijúana.

Fræðsluráð fagnaði niðurstöðum greiningarinnar og þeirri staðreynd að síðan mælingar hófust árið 2001 hefur aldrei mælst minni neysla á áfengi og tóbaki á meðal hafnfirskra ungmenna.

Í fundargerð fræðsluráðs er hægt að nálgast könnunina

Ábendingagátt