Einstök jólastemning allan desember í athvarfinu Læk

Fréttir

Starfsfólk Lækjar og gestir eru að detta í jólagírinn og ætla í jólamánuðinum að skapa saman einstaka jólastemningu í nýju og glæsilegu húsnæði athvarfsins að Staðarbergi 6. Boðið verður upp á jólaföndur og jólabakstur í hverri viku ásamt einstökum viðburðum á borð við bíókvöld, jólaglögg og konfektgerð.

Jólaföndur, jólabakstur, bíókvöld, jólaglögg, konfektgerð, fríðarstundir og Litlu jól 

Starfsfólk Lækjar og gestir eru að detta í jólagírinn og ætla í desember að skapa saman einstaka jólastemningu í nýju og glæsilegu húsnæði athvarfsins að Staðarbergi 6. Boðið verður upp á jólaföndur og jólabakstur í hverri viku ásamt einstökum viðburðum á borð við bíókvöld, jólaglögg og konfektgerð. Alla föstudaga verður í boði heitt kakó, piparkökur og kertaljós í kaffitímanum, sannkallaðar friðarstundir. Litlu jólin á Læk verða haldin með pompi og prakt fimmtudaginn 16. desember. Þá verður boðið upp á þriggja rétta jólamat, jólapakkagleði og jólatónleika.  Allir áhugasamir geta komið, notið og upplifað jólaandann á þessum einstaka stað. 

Allar ítarlegri upplýsingar er að finna á Facebook-síðu Lækjar

5O5A1020Starfsfólk Lækjar tekur vel á móti öllum áhugasömum 

Öruggur og góður vettvangur fyrir fólk með geðrænan vanda 

Lækur er athvarf fyrir einstaklinga með geðrænan vanda og hefur það helsta hlutverk að vera öruggur og góður vettvangur fyrir fólk með það fyrir augum að draga úr félagslegri einangrun, ýta undir samskipti við aðra og styrkja andlega og líkamlega heilsu þar sem allir fá að njóta sín. Þann 20. október sl. var loksins hægt að vera með opið hús í Læknum í fyrsta skipti eftir flutninga frá Læk í Staðarbergið á árinu 2020. Fjöldi  áhugasamra, fjölskyldur þeirra og vinir kynntu sér starfsemina og andann í húsinu og höfðu bæði gagn og gaman af. 

Jóladagskrá Lækjar 

 

  • Alla miðvikudaga: Jólaföndur 13.00-14.30
  • Alla fimmtudaga: Jólabakstur 13.00-14.30
  • Alla föstudaga: Kakó og piparkökur 14.30-15.00
  • 1. desember: Jólabíókvöld
  • 3. desember: Skreytum jólatré
  • 6. desember: Konfektgerð
  • 16. desember: Litlu jól
  • 23. desember: Jólaglögg

 

Nánari upplýsingar um Læk 

Ábendingagátt