Foreldrar ánægðir með frístundaheimilin

Fréttir

Um 75% foreldra eru mjög eða frekar ánægðir með frístundaheimilið þegar á heildina er litið en í samanburði við árið 2012 þegar sambærileg könnun var gerð, var þessi tala aðeins 48%.

Í nýrri viðhorfskönnun meðal foreldra barna á frístundaheimilum í Hafnarfirði sem gerð var nú í mars, kemur fram aukin ánægja sem starfsemina.

Um 750 börn eru á frístundaheimilum bæjarins og bárust svör frá 259 foreldrum. Foreldrar voru spurðir um fjölmarga þætti sem tengjast frístundaheimilum eins og um aðgengi að stjórnendum, hvort þeir fái nægar upplýsingar, um nestismál og hvort starfsmenn séu duglegir að leysa þau mál sem upp koma.

Um 75% foreldra eru mjög eða frekar ánægðir með frístundaheimilið þegar á heildina er litið en í samanburði við árið 2012 þegar sambærileg könnun var gerð, var þessi tala aðeins 48%.

Stjórnendur frístundaheimila er afar ánægður með þessa niðurstöðu og þakka þrotlausri vinnu starfsmanna og samstarfi við foreldra um úrbætur þessa ánægjulegu niðurstöðu.

Ábendingagátt