Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Nýtt búsetuúræði fyrir sjö einstaklinga með fjölþættan vanda var opnað formlega að Hólalandi á Kjalarnesi í síðustu viku. Í allri uppbyggingu úrræðisins var lagt upp með að skapa umhverfi og aðstæður þar sem tekist er á við lífsins áskoranir út frá forsendum hvers og eins, kostum viðkomandi, möguleikum og áhugamálum.
Nýtt búsetuúræði fyrir sjö einstaklinga með fjölþættan vanda var opnað formlega að Hólalandi á Kjalarnesi í síðustu viku. Í allri uppbyggingu úrræðisins var lagt upp með að skapa umhverfi og aðstæður þar sem tekist er á við lífsins áskoranir út frá forsendum hvers og eins, kostum viðkomandi, möguleikum og áhugamálum. Fyrsta skóflustungan var tekin í maí 2021 og þegar hafa fyrstu þrír íbúarnir af sjö flutt inn.
Það eru sveitarfélögin Hafnarfjarðarbær, Mosfellsbær og Reykjavíkurborg í samstarfi við áhugasama drífandi einstaklinga sem hafa gert drauminn um Andrastaði að veruleika.
Undirbúningur að uppbyggingu og starfsemi Andrastaða hefur staðið yfir í mörg ár og gerðu áætlanir strax ráð fyrir uppbyggingu á „heimili í sveit“. Hugmyndin kviknaði fyrst út frá starfsemi Ásgarðs handverkstæðis sem er atvinnu- og hæfingartengd þjónusta stofnuð árið 1993 og leggur áherslu á að vinna með og þroska hinn manneskjulega þátt vinnunnar. Fagleg markmið Ásgarðs eiga sér rætur í uppeldiskenningum Rudolf Steiners sem líta ekki á fötlun sem vandamál heldur sem möguleika og að í hverri manneskju sé heilbrigður kjarni sem hægt sé að vinna með. Segja má að hugmyndafræðin að baki Andrastaða sé sú sama, að einstaklingar eiga við fjölþættan vanda að stríða fái tækifæri til að blómstra og finna sig í lífinu.
Mikil þörf er á búsetuúrræði fyrir þennan hóp einstaklinga og biðlistar eftir húsnæði fyrir fólk með sértækan stuðning í sveitarfélögunum. Hér er því um mikilvæga viðbót að ræða við þau úrræði sem nú eru til staðar. Hafnarfjarðarbær, Mosfellsbær og Reykjavíkurborg gerðu hvert um sig með sér samning við sjálfseignarstofnunina EMBLU vegna væntanlegrar þjónustu. Andrastaðir hses sáu um að byggja kjarnann og er íbúðunum úthlutað í samvinnu sveitarfélaganna þriggja. Það eru þessi sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við áhugasama drífandi einstaklinga sem hafa gert drauminn um Andrastaði að veruleika.
Ljósmyndir: Reykjavíkurborg
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Opnað hefur verið fyrir innritun barna sem eru að fara í 1. bekk grunnskóla í Hafnarfirði haustið 2025 og er…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…
Nýsköpunarsetrið við Lækinn hefur fengið nýjan forstöðumann sem mótar nú starfsemina og stefnir á að vera kominn á fullt skrið…
Myndarlegur hópur mætti í kalda fjöruna við Langeyrarmalir og stakk sér í sjóinn á Nýársdag. Sjósbaðsstelpurnar Glaðari þú undirbjuggu og…
Það er mikill hugur í Skíða- og Skautafélagi Hafnarfjarðar og til stendur að félagið leggi gönguskíðaspor á Hvaleyrarvatni í dag…
Nú um áramótin tók Valdimar Víðisson við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar af Rósu Guðbjartsdóttur sem gengt hefur embættinu síðan í júní…