Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Formleg útskrift úr verkefninu Fjölþætt heilsuefling 65+ í Hafnarfirði – leið að farsælum efri árum á vegum Janusar heilsueflingar fór fram í Hafnarborg þriðjudaginn 2. mars . Þetta er þriðji hópurinn sem nær þessum áfanga en verkefnið hóf göngu sína í upphafi árs 2018.
Formleg útskrift úr verkefninu Fjölþætt heilsuefling 65+ í Hafnarfirði – leið að farsælum efri árum á vegum Janusar heilsueflingar fór fram í Hafnarborg þriðjudaginn 2. mars . Þetta er þriðji hópurinn sem nær þessum áfanga en verkefnið hóf göngu sína í upphafi árs 2018. Hluti af hópi þátttakenda sem lokið hafa þessu tveggja ára verkefni mættu til útskriftar og tók á móti útskriftarskírteini.
Hluti af hópi þátttakenda sem lokið hafa þessu tveggja ára verkefni mættu til útskriftar og tók á móti útskriftarskírteini.
Hópurinn hefur æft saman undir handleiðslu Janusar Guðlaugssonar og hans öfluga teymis frá byrjun árs 2019. Covid-19 hefur sett sitt strik á framkvæmd og fyrirkomulag en samstilltur hópurinn undir forystu heilsuþjálfaranna fann leiðir til heilsueflingar þrátt fyrir lokanir og takmarkanir á tímabilinu. Hluti hópsins ætlar að fá handleiðslu áfram meðan aðrir halda áfram sjálfir enda sjálfbærni í hreyfingu eftir útskrift eitt af yfirlýstum markmiðum verkefnisins.
Hópur nýliða tekinn inn í verkefnið fljótlega
Markviss heilsuefling hafnfirskra eldri borgara heldur áfram og eftir þessa útskrift eru um 180 þátttakendur í verkefninu. Kynningarfundur fyrir nýjan hóp verður haldinn fljótlega en áhugasamir geta skráð sig í verkefnið á rafræna kynningu á vef Janusar heilsueflingar – sjá hér. Þeir munu fá ýmsar upplýsingar um daglega hreyfingu, kynningu á verkefninu á rafrænu formi og verða síðan boðaðir til formlegrar kynningar á verkefninu þegar þátttakendur 65 ára og eldri hafa verið bólusettir við Covid-19. Verkefninu fylgir ekki aðeins hreyfing heldur einnig regluleg fræðsluerindi með áherslu á næringu og ýmsa heilsutengda þætti eins og núvitund, lyfjanotkun í tengslum við þjálfun og fræðslu um jafnvægi og æfingar fyrir jafnvægisþjálfun. Með skráningu fá þátttakendur upplýsingar um verkefnið auk þess að vera boðið á lokaða Facebook síðu hjá nýjum hópi. Þar er og verður að finna ýmsan heilsutengdan fróðleik fyrir eldri aldurshópa tengt heilsueflingu.
Heilsuapp aðgengilegt fyrir alla þátttakendur
Janus heilsuefling hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði vegna þróunar á heilsuappi sem nú er tilbúið til notkunar fyrir alla þátttakendur í verkefninu. Með þessu nýja smáforriti geta þátttakendur fylgt eftir eigin þjálfun í gegnum æfingaáætlanir, fylgst með árangri sínum eftir mælingar og haldið utan um daglega hreyfingu. Smáforritið er hugsað sem eftirfylgni og áframhaldandi hvatning fyrir hópinn.
Áhersla lögð á aukna virkni eldri borgara í Hafnarfirði
Heilsuefling eldri borgara er liður í heilsustefnu Hafnarfjarðarbæjar. Heilsustefnan nær til allra samfélagshópa, allra aldurshópa, allra skóla og stofnana og til sveitarfélagsins í heild. Fjölþætt heilsuefling 65+ á vegum Janusar heilsueflingar er einn angi af því mikilvæga verkefni að framfylgja heilsustefnu bæjarins. Heilsubærinn Hafnarfjörður hefur um árabil lagt áherslu á aukna virkni íbúa sinna, m.a. eldri borgara í Hafnarfirði, með frístundastyrkjum, félagsstarfi og öðrum sértækum verkefnum. Í andlegri og líkamlegri hreyfingu býr mikilvæg forvörn sem hefur jákvæð áhrif á lífsgæði og á almenna þátttöku í lífi og starfi. Þessir þættir geta skapað einstaklingum aðstæður og andlegan, líkamlegan og félagslegan styrkt til að sinna athöfnum daglegs lífs lengur og búa lengur í sjálfstæðri búsetu.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…