Forvarnardagurinn

Fréttir

Hafnfirskir skóla hafa tekið þátt í deginum og hefur áherslan verið á nemendur í 9. bekk.

Í dag, föstudaginn 2. október er Forvarnardagurinn og  er hann mikilvægur liður í forvarnarstarfi sveitarfélaga þegar kemur til áfengis- og vímuefnamála ungs fólks. Hafnfirskir skóla hafa tekið þátt í deginum og hefur áherslan verið á nemendur í 9. bekk.  Nemendur vinna vinnu við forvarnir og fá til þess ýmis gögn sem má kynnast betur og annarri umfjöllun um verkefnið á
www.forvarnardagur.is (Opnast í nýjum vafraglugga) . Þar er meðal annars myndband þar sem jákvæðar fyrirmyndir sem t.d. hafa aldrei hafið áfengisneyslu eins og Páll Óskar, Ragnhildur Steinunn og Jón okkar Jónsson.

Á Forvarnardaginn ræða nemendur í skólunum um hugmyndir sínar og tillögur varðandi nýjungar og breytingar á æskulýðs- og íþróttastarfi, fjölskyldulífi og öðrum þeim þáttum sem eflt geta forvarnir. Hugmyndir og tillögur nemenda eru svo teknar saman og settar í skýrslu sem birt er á vefsíðu dagsins, 
www.forvarnardagur.is . Þá gefst nemendum kostur á að taka þátt í ratleik á vefsíðum íþrótta- og ungmennasamtaka og eru þar verðlaun í boði.

Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands.

Meginmarkmið Forvarnardagsins er að vekja athygli á því hvaða ráð hafa reynst best til að koma í veg fyrir að ungmenni verði áfengi og fíkniefnum að bráð. Þar ber hæst þátttöku í formlegu íþrótta- og tómstundastarfi og samverustundir með fjölskyldunni.

Ábendingagátt