Fótboltavellir tilbúnir

Fréttir

Framkvæmdum við fótboltavelli grunnskóla Hafnarfjarðar er að ljúka og geta ungmennin okkar nú snúið aftur til leiks á vellina með bolta og góða skapið í farteskinu. Framkvæmdir á undan áætlun.

Nýja grasið er komið á vellina. Framkvæmdum við fótboltavelli grunnskóla Hafnarfjarðar er að ljúka og geta ungmennin okkar nú snúið aftur til leiks á vellina með bolta og góða skapið í farteskinu. Dekkjakurli á fótboltavöllum við fjóra af grunnskóla bæjarins hefur verið skipt út og nýtt gervigras sett á velli við þrjá skóla.   

Vinnu við endurbætur á fótboltavöllum við alla grunnskóla bæjarins er að ljúka þessa dagana. Búið er að skipta út dekkjakurli á fjórum völlum fyrir vottað gúmmíefni og ný grasmotta komin á velli við Hvaleyrarskóla, Setbergsskóla og Öldutúnsskóla.  Ráðgert var að vinnu þá þrjá velli þar sem skipta átti út grasmottunni lyki í síðasta lagi í október en þeirri vinnu er nú lokið og það töluvert á undan áætlun.  Mikil ánægja er með hve hratt hefur tekist að vinna þetta verkefni og þökkum við börnum og unglingum í Hafnarfirði fyrir sýndan skilning og samstarf hvað þetta varðar.

Njótum blíðunnar og spilum bolta út um allan bæ! 🙂 

Ábendingagátt