Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Íslensku tónlistarverðlaunin og Evrópsku listaverðlaun Sólveigar Anspach eru meðal uppskeru skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði. Sjö öflug verkefni eru í vinnslu í ár.
Íslensku tónlistarverðlaunin og Evrópsku listaverðlaun Sólveigar Anspach eru meðal uppskeru skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði. Tíu skapandi ungir einstaklingar standa að sjö spennandi verkefnum á vegum Skapandi sumarstarfa í ár.
Verkefnin eru fjölbreytt. Unnið er að tölvuleik um Hafnarfjörð og stuttmynd fyrir börn, málaðar myndir, sungið, gerð dansverks og sýningar um Sædýrasafnið í Hafnarfirði. Það starfaði allt til 1987 og geymdi kengúrur, háhyrninga ísbirni, ljón og apa.
„Skapandi sumarstörf Hafnarfjarðar hafa verið starfrækt síðastliðin fjögur ár með frábærum árangri,“ segir Klara Elías, verkefnastýra Skapandi sumarstarfa og tónlistarkona.
„Ungmenni hafa blómstrað í þessum störfum síðustu ár og vakið athygli á heimsvísu. Verkefnin hafa hlotið fjölda viðurkenninga, svo sem Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tónlistarmyndband ársins 2022 og hin Evrópsku listaverðlaun Sólveigar Anspach fyrir besta leikstjóra ársins,“ segir hún.
„Þau hafa fengið tilnefningar til fjölda verðlauna á erlendum og íslenskum kvikmyndahátíðum, til dæmis til Eddunnar, handrit hafa verið sett upp og sýnd í leikhúsum og haldið áfram að slá í gegn löngu eftir að sumarstörfum lýkur.“
Listafólkið er á 18-25 ára. Það hefur undirbúið sig fyrir starfsferil á þeim vettvangi sem þau vinna að nú í sumar.
Klara er stolt af afrakstrinum og því mikilvæga hlutverki sem starfið hefur sinnt. Fötluð ungmenni úr Klettinum og Vinaskjóli hafa til að mynda verið mikilvægur hluti af starfshópunum, sem og ungt fólk utan skóla og vinnumarkaðar. Það hefur komist aftur í virkni í þessari skapandi vinnu.
„Það hefur í kjölfarið öðlast sjálfstraustið til að fara aftur á vinnumarkað eða í nám. Skapandi sumarstörf hafi því verið mikilvægur hlekkur í að efla menningarlíf Hafnarfjarðar og stuðla að heilbrigðu inngildandi samfélagi fyrir öll,“ segir hún.
Vinnur að sex verkum í sumar sem draga öll innblástur úr náttúru Hafnarfjarðar.
Brynja heldur sýningu í Hellisgerði á verkum sínum í byrjun ágúst.
Hannar tölvuleik um Hafnarfjörð þar sem farið er í gegnum helstu kennileiti bæjarins, fram koma fróðlegar staðreyndir um Hafnarfjörð og persónur í leiknum heita eftir frægum Hafnfirðingum. Leikurinn verður frumsýndur og aðgengilegur öllum í lok sumars.
Skrifa handrit, framleið og leikstýra barnaefni í formi stuttmyndar um ævintýri Árúnar þegar hún hittir tröll, álfa og aðra huliðsvætti í sumarheimsókn sinni hjá ömmu sinni og afa í Hafnarfirði. Myndin verður frumsýnd í ágúst.
Sviðslistahópurinn Þríradda setur upp sýningu í Hafnarborg þann 12. ágúst þar sem ólík listform, dans, tónlist og myndbönd eru samofin.
IG: @3_radda
Þverflautuleikkonur sem ferðast um Hafnarfjörð í sumar og spila og skemmta Hafnfirðingum og kynna flautu listina fyrir bæjarbúum. Þær spiluðu meðal annars á Austurgötuhátíðinni á 17.júní og fara á milli leikskóla, hjúkrunarheimila, kaffihúsa og annara fjölfarinna staða í bænum í allt sumar. IG: @golaflautur
Logi vinnur að dansmyndbandsverki sem á sér stað í Hafnarfirði og samhliða því að kynningu á sinni einstöku sögu sem fyrsti og yngsti Ballettdansarinn frá Íslandi sem stundar nám í hinum heimsfræga San Fransico Ballet School. IG: @ballett.meiri.ballett
Rán stundar nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og notar þá tækni og listræna hæfileika sína til að fjalla um Sædýrasafnið í Hafnarfirði. Hún talar við aðstandendur og gesti safnsins og gerir upp söguna bakvið þetta umdeilda og sögulega safn Hafnarfjarðar.
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…