Fræði og fjölmenning

Fréttir

Ráðstefnan Fræði og fjölmenning 2016 fer fram í Háskóla Íslands n.k. laugardag. Ráðstefnunni er ætlað að miðla og byggja upp frekari þekkingu á sviði fjölmenningar. 

Uppbygging og þróun íslensks fjölmenningarsamfélags

Ráðstefnan Fræði og fjölmenning 2016 fer fram í Háskóla Íslands laugardaginn 6. febrúar frá kl. 10:00-14.30. Ráðstefnunni er ætlað að miðla og byggja upp frekari þekkingu á sviði fjölmenningar. Fjallað verður m.a. um það hvernig íslenskt fræða- og fagsamfélag getur unnið nánar saman að aukinni þekkingu á málaflokknum og hvernig Háskóli Íslands getur lagt sitt af mörkum til almennrar samfélagsumræðu. Ráðstefnan er opin fræðimönnum, fagfólki, nemendum og áhugafólki um fjölmenningu og verður boðið upp á erindi á bæði íslensku og ensku.

Erindi ráðstefnunnar snúa m.a. að félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og atvinnuþátttöku, kennslu, uppeldismálum, íþróttum og tómstundum, sögu, trú, menningu og tungumálum, mannvísindum, lögum, hagfræði, viðskiptum og stjórnmálum. Þau verða flutt í fjölmörgum málstofum sem hver og ein hefur afmarkað þema. Erindi flytja bæði nemendur og kennarar við Háskóla Íslands ásamt fjölmörgum úr hópi aðstandenda ráðstefnunnar og annars staðar úr samfélaginu. 

Ráðstefnan er opin öllum og fer skráning fram með tölvupósti á netfangið: jse@hi.is.

Meðal samstarfsaðila: Akureyrarbær, Hafnarfjarðarbær, innanríkisráðuneytið, Kópavogsbær, Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna, Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd, Rauði krossinn, Reykjavíkurborg, Stúdentaráð Háskóla Íslands og velferðarráðuneytið.

 

Ábendingagátt