Fræðslufundir fyrir foreldra

Fréttir

Hafnarfjarðarbær stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra ungra barna með það að markmiði að auka vitund foreldra um mikilvægi málþroskans. 

Hafnarfjarðarbær stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra ungra barna með það að markmiði að auka vitund foreldra um mikilvægi málþroskans. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að með örvun málþroska er hægt að styrkja undirstöðuþætti læsis og styðja við góðan  námsárangur.   

Þetta verkefni er hluti af læsisstefnu Hafnarfjarðar og er unnið í nánu samstarfi við Bókasafn Hafnarfjarðar og heilsugæslustöðvarnar í Hafnarfirði.  Bókasafn Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbær hafa tekið höndum saman um að gefa öllum börnum á aldrinum 6 – 24 mánaða bókað gjöf sem afhent er á fræðslufundi í hverju hverfi fyrir sig.  Öllum foreldrum barna á þessum aldri er boðið á fræðslufund í sínu hverfi. Ef tími fundar í hverfi hentar ekki er velkomið að sækja fund í öðru hverfi.

Dagskrá funda

  • Fræðsluerindi um málþroska og málörvun flutt af talmeinafræðingum sveitarfélagsins.
  • Stutt kynning á Bókasafni Hafnarfjarðar og þjónustu þess við börn.  
  • Afhending bókagjafar og bókasafnsskírteinis fyrir barnið.

 
Staðsetning funda og fundartími

Dagsetn. kl. Skóli Túlkur
25.sep 20:00 Setbergsskóli  
27.sept. 20:00 Víðistaðaskóli  
9.okt 20:00 Hvaleyrarskóli  
10.okt 20:00 Hraunvallaskóli  
11.okt 17:00 Öldutúnsskóli  
18.okt 17:00 Lækjarskóli  
25.okt 17:00 Stekkjarás  
31.okt 20:00 Hvaleyrarskóli Túlkað á pólsku
1.nóv 17:00 Lækjarskóli Túlkað á ensku
1. nóv. 17:00 Skarðshlíðarskóli  

Fundur sem haldinn verður í Hvaleyrarskóla 31. október kl. 20:00 verður túlkaður á pólsku. Fundur sem haldinn verður í Lækjarskóla 1. nóvember kl. 17 verður túlkaður á ensku.

Hvetjum alla foreldra til að mæta!

Ábendingagátt