Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga

Fréttir

Yfirkjörstjórn mun laugardaginn 5.maí hafa aðsetur í fundarsal bæjarráðs Hafnarfjarðar, Strandgötu 6, 2.hæð frá kl. 10:00 – 12:00 og veita framboðslistum viðtöku.

Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga í Hafnarfirði sem fram eiga að fara laugardaginn 26.maí 2018 rennur út laugardaginn 5.maí nk.

Yfirkjörstjórn mun þann dag hafa aðsetur í fundarsal bæjarráðs Hafnarfjarðar, Strandgötu 6, 2.hæð frá kl. 10:00 – 12:00 og veita framboðslistum viðtöku. Öll framboð skulu tilkynnt skriflega til yfirkjörstjórnar eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi þann dag.

Kjörstjórn mun á sama stað halda fund með umboðsmönnum framboðslista sunnudaginn 6. maí kl. 17:00 til þess að úrskurða um framboð og listabókstafi.

Yfirkjörstjórn vekur athygli á ákvæðum 3.gr.laga nr.5/1998 um kosningar til sveitarstjórnar og VI. kafla  sömu laga um framboð og umboðsmenn. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar má nálgast á kosningavef innanríkisráðuneytis www.kosning.is

Hafnarfirði 5. apríl 2018

Yfirkjörstjórn Hafnarfjarðar
Þórdís Bjarnadóttir
Torfi Karl Antonsson
Sigurður P. Sigmundsson
Hallgrímur Hallgrímsson

Ábendingagátt