Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga 2022

Fréttir

Tekið á móti framboðslistum frá kl. 10-12 þann 8. apríl 

Tekið á móti framboðslistum frá kl. 10-12 föstudaginn 8. apríl 2022

Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga í Hafnarfirði sem fram fara laugardaginn 14. maí 2022 rennur út föstudaginn 8. apríl nk. kl. 12. Yfirkjörstjórn mun þann dag hafa aðsetur í fundarsal bæjarráðs Hafnarfjarðar, Strandgötu 6, 2. hæð frá kl. 10 – 12 og veita framboðslistum viðtöku.

Hverjum framboðslista skal fylgja:

  • Staðfesting á skráðu heiti og listabókstaf nýrra stjórnmálasamtaka
  • Yfirlýsing allra þeirra, sem eru á listanum um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann, undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift
  • Nöfn tveggja umboðsmanna
  • Meðmælendalisti – að lágmarki 80 meðmælenda
  • Þess er óskað að fyrirsvarsaðilar framboða afhendi jafnframt lista með meðmælendum á tölvutæku formi sem Excel skrá

Yfirkjörstjórn mun á sama stað halda fund laugardaginn 9. apríl n.k., kl. 11:00 til þess að úrskurða um framboð og listabókstafi að viðstöddum umboðsmönnum framboðslista. Yfirkjörstjórn vekur athygli á ákvæðum VII. og X. kafla kosningalaga nr.112/2021 um nánari skilyrði framboða og umboðsmanna.

Yfirkjörstjórn Hafnarfjarðar skipa: 

  • Þórdís Bjarnadóttir 
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir
  • Hildur Helga Gísladóttir

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar má nálgast á vefnum: www.kosning.is

Ábendingagátt