Framfarir í lestri milli ára í grunnskólum Hafnarfjarðar

Fréttir

Niðurstöður lestrarmælinga í grunnskólum Hafnarfjarðar haustið 2016 sýna nemendur með góða lestrarleikni í 5. – 10. bekk  eru nú nær fjórðungur nemendahópsins (24%) í stað 16% á sama tíma í fyrra. Um leið eru nemendur í getuminnsta hópnum 17% nemenda í stað 22% fyrir ári síðan.

Niðurstöður lestrarmælinga í grunnskólum Hafnarfjarðar haustið 2016 sýna að nemendur með góða lestrarleikni í 5. – 10. bekk  eru nú nær fjórðungur nemendahópsins (24%) í stað 16% á sama tíma í fyrra. Um leið eru nemendur í getuminnsta hópnum 17% nemenda í stað 22% fyrir ári síðan.

Raddlestrarprof2016

Í september 2016 fóru í annað skipti fram mælingar á lestrarleikni rúmlega 2200 nemenda í 5.-10. bekkjum í grunnskólum Hafnarfjarðar. Prófin sem lögð voru fyrir nemendur í haust eru ný lestrarpróf frá Menntamálastofnun sem kallast Lesferill og eru stöðluð fyrir allt landið. Prófin þyngjast með auknum aldri og sömuleiðis hækka þá viðmið um árangur. Prófin sem notast var við haustið 2015 voru hafnfirsk og því ekki stöðluð. Þá er vert að hafa í huga að umrædd lestrarpróf mæla lestrarhraða nemenda en síður aðra þætti eins og t.d. lesskilning og orðaforða.

Niðurstöður mælinganna í haust benda til framfara í lestrarleikni hjá nemendum á mið- og elsta stigi í grunnskólum Hafnarfjarðar. Það ýtir undir þá von að ný lestraráhersla fyrir leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar, LESTUR ER LÍFSINS LEIKUR, sé þegar að skila sér. Niðurstöðurnar benda því til þess að það séu framfarir milli ára megi rekja til þess að lestur sé að fá aukið vægi í og utan skóla hjá nemendum. Sömuleiðis er aukin áhersla lögð á að styðja við kennara með því að veita þeim viðmið, próf og skimunartæki, námskeið, fræðslu og ráðgjöf auk þess að lögð er áhersla á samvinnu kennara innan skóla og milli skólastiga leik- og grunnskóla. Ráðinn hefur verið sérstakur kennsluráðgjafi til að veita ráðgjöf um kennslu læsis í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar. Mikilvægt er að halda áfram að stuðla að aukinni lestrarhæfni nemenda og að því er unnið á öllum vígstöðvum. Jafnframt er nemendum, starfsfólki skólanna og foreldrum þökkuð samstaðan við að vinna saman að eflingu lestrar í samræmi við LESTUR ER LÍFSINS LEIKUR.

Ábendingagátt