Nýr stjóri Markaðsstofu

Fréttir

Ása Sigríður Þórisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri nýrrar Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Ása mun taka við daglegum rekstri frá miðjum febrúar.

Ása Sigríður Þórisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri nýrrar Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Ása var valin úr hópi um þrjátíu umsækjenda.

Asa-S.-Thorisdottir-2016 Ása hefur mikla reynslu af stjórnun verkefna, kynningarmálum, samskiptastjórnun og fræðslumálum en hún hefur síðastliðin fimm ár verið verkefnastjóri fag- og kynningarmála hjá BHM. Þar áður starfaði hún hjá Höfuðborgarstofu við fjölbreytt verkefni á sviði ferðamála. Ása Sigríður hefur BA próf í stjórnmálafræði frá HÍ.

Ása mun taka við daglegum rekstri Markaðsstofu Hafnarfjarðar frá miðjum febrúar en stofan var formlega stofnuð í haust. Þegar eru fjölbreytt verkefni á borði stofunnar m.a. stefnumótun, aðkoma að eflingu ferðamála í bænum, vinna við að laða að ný fyrirtæki og ekki síst að aðstoða núverandi fyrirtæki í fjölmörgum verkefnum.

„Við höfum fengið öflugan einstakling til liðs við okkur sem hefur fjölbreytta reynslu á þeim sviðum sem við lögðum áherslu á í ferlinu auk þess sem Ása þekkir vel til Hafnarfjarðar og þeirra möguleika sem bærinn býður upp á“ segir Karl Guðmundsson stjórnarformaður Markaðsstofu Hafnarfjarðar.
 
„Ég er mjög spennt að hefja störf og láta til mín taka. Það eru óþrjótandi möguleikar hér í Hafnarfirði og margt spennandi í gangi. Ég hlakka til að vinna að því með íbúum og fyrirtækjunum í bænum að gera góðan bæ enn betri” segir Ása Sigríður.

 Um Markaðsstofu Hafnarfjarðar

Markaðsstofa Hafnarfjarðar var stofnuð í október síðastliðnum af rúmlega 60 hafnfirskum fyrirtækjum og bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði. Markaðsstofa Hafnarfjarðar mun verða leiðandi í að gera Hafnarfjörð að öflugum valkosti fyrir fólk og fyrirtæki til búsetu, atvinnu og afþreyingar. Með eflingu samstarfs íbúa, fyrirtækja, félaga og bæjaryfirvalda verður Markaðsstofan einnig vettvangur skoðanaskipta um hvernig gera megi góðan bæ enn betri.

Nánari upplýsingar veitir Karl Guðmundsson formaður stjórnar Markaðsstofu Hafnarfjarðar: 8593414

Ábendingagátt