Framkvæmdir hafnar við nýtt hjúkrunarheimili

Fréttir

Framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Sólvangi eru hafnar. Um er að ræða 60 rýma hjúkrunarheimili á svæði sem opnar á ýmsa möguleika. Starfshópur á bak við uppbygginguna tók í vikunni skóflustunga að nýju heimili og markaði þar með upphaf framkvæmda. Fyrirhugað er að heimilið verði risið og komið í notkun um mitt ár 2018.

Framkvæmdir við nýtt
hjúkrunarheimili á Sólvangi eru hafnar. Um er að ræða 60 rýma hjúkrunarheimili
á svæði sem opnar á ýmsa möguleika. Starfshópur á bak við uppbygginguna tók í
vikunni skóflustunga að nýju heimili og markaði þar með upphaf framkvæmda. Fyrirtækið Grafa og grjót hf. mun á
næstu dögum hefja jarðvinnu á svæðinu sem ráðgert er að ljúki í kringum miðjan
mars. Fyrirhugað er að heimilið verði risið og komið í notkun um mitt ár
2018.

Nýtt hjúkrunarheimili mun rísa á Sólvangsreitnum þar sem í
dag er eldra hjúkrunarheimili og heilsugæsla fyrir Hafnfirðinga. Um er að ræða
60 rýma hjúkrunarheimili sem gert er ráð fyrir að tilbúið verði til notkunar um
mitt ár 2018. Hugmyndir eru uppi um áframhaldandi nýtingu á núverandi húsnæði
Sólvangs í þágu eldri borgara í sveitarfélaginu auk þess að reka þar
hjúkrunarheimili. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa lagt ríka áherslu á að Sólvangur
verði miðstöð fyrir ýmsa þjónustu við eldri borgara. Dagdvöl aldraðra er í dag starfandi
á neðstu hæð hússins og er gert ráð fyrir þeirri starfsemi áfram. Auk þess
myndi húsið henta vel fyrir félagsstarf eldri borgara, aðsetur heimaþjónustu,
dagþjálfun fyrir heilabilaða, sjúkraþjálfun, mötuneyti og fleira. Staðsetning
heilsugæslunnar á Sólvangi styður enn frekar við þessar hugmyndir. Einnig hefur
verið litið til þess að fjölga fyrirhuguðum rýmum úr sextíu í áttatíu og nýta
Sólvangshúsið m.a. fyrir þau tuttugu rými sem fengjust til viðbótar. Mikil þörf
er fyrir fleiri hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu og myndi þessi aukning koma
til móts við þær þarfir. Mikilvægt er að ákvarðanir ríkis og sveitarfélags um
framtíðarnotkun húsnæðisins verði teknar sem fyrst þannig að hægt sé að hefja
endurhönnun á húsnæðinu svo framkvæmdir geti hafist um leið og nýja húsnæðið
verður tekið í notkun.

Fjölmennur íbúafundur
um hönnun og fyrirliggjandi framkvæmdir

Íbúafundur um nýtt hjúkrunarheimili var haldinn á Sólvangi í
gærkvöldi þar sem farið var yfir hönnun hjúkrunarheimilis og fyrirliggjandi
framkvæmdir. Fjölmenni sótti fundinn og er greinilegur áhugi íbúa á uppbyggingu
þessarar mikilvægu þjónustu fyrir eldri borgara. Á fundinum var farið yfir
stöðu verkefnsins en hönnun er í höndum fyrirtækisins Úti og Inni Arkitekta.
Farið var yfir teikningar og helstu þætti við hönnun hússins. Hér er um
umfangsmikla framkvæmd að ræða og verður áhersla lögð á að gæta sérstaklega að
umhverfinu á framkvæmdatíma þannig að sem minnst rask og truflun verði vegna
framkvæmdanna. Fulltrúi heilbrigðisráðuneytis fór á fundi yfir samning
ráðuneytisins við Hafnarfjarðarbæ og hvernig staðið verður að rekstrarútboði
vegna þjónustunnar. Hafnarfjarðarbær mun ekki koma að rekstri
hjúkrunarheimilisins heldur mun ríkissjóður ábyrgjast reksturinn og bjóða hann
út 12 mánuðum fyrir opnun. Hafnarfjarðarbær fjármagnar framkvæmdina og leigir
húsnæðið til ríkisins.  

Nokkrar yfirlits- og hönnunarmyndir af nýju hjúkrunarheimili á Sólvangi

SolvangurNyttUtlitSolvangurInnlit

Ábendingagátt