Framkvæmdir hefjast við Lækjargötu 2

Fréttir

Fyrsta skóflustunga að framkvæmdum og uppbyggingu við Lækjargötu 2 var tekin í dag. Miklar breytingar eru framundan á reitnum, breytingar sem hafa það að leiðarljósi að tengja með fallegum hætti nýja byggð við eldri byggð. Við mótun nýrrar byggðar var leitast við að fella húsin að aðliggjandi húsum við Lækjargötu og Brekkugötu hvað varðar form, efnisval og stærðarhlutföll. Lækjargata 2 er á eftirsóknarverðu svæði fyrir íbúðarbyggð og af henni er útsýni yfir Lækinn, kirkjusvæðið og hluta miðbæjarins. Á lóðinni stóð áður Dvergshúsið sem rifið var sumarið 2017.

Fyrsta skóflustunga að framkvæmdum og uppbyggingu við Lækjargötu 2 var tekin í dag. Miklar breytingar eru framundan á reitnum, breytingar sem hafa það að markmiði að tengja með fallegum hætti nýja byggð við eldri byggð. Við mótun nýrrar byggðar var leitast við að fella húsin að aðliggjandi byggð við Suðurgötu, Lækjargötu og Brekkugötu hvað varðar stærðarhlutföll, form og efnisval. Lækjargata 2 er á eftirsóknarverðu svæði fyrir íbúðarbyggð og af henni er útsýni yfir Lækinn, kirkjusvæðið og hluta miðbæjarins. Á lóðinni stóð áður Dvergshúsið sem rifið var sumarið 2017.

IMG_9087Skóflustunga tekin. F.v. Gunnar Gunnarsson hjá GG verk, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri, Guðni Rafn Eiríksson hjá GG verk, Helgi Gunnarsson hjá GG verk og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðarbæjar.  

Ákvörðun um samkeppni tekin á 100 ára kaupstaðarafmæli Hafnarfjarðar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á hátíðarfundi sínum í Góðtemplarahúsinu á 100 ára kaupstaðarafmæli Hafnarfjarðar þann 1. júní 2008 að haldin yrði samkeppni um deiliskipulag og uppbyggingu á Dvergslóðinni, Lækjargötu 2. Eitt af höfuðmarkmiðum með samkeppninni var að endurheimta fyrra yfirbragð byggðarinnar eins og hægt væri. Á næstu lóð stendur Gúttó, eitt þekktasta samkomuhús Hafnarfjarðar, sem er samofið rúmlega 100 ára sögu bæjarins og gerir deiliskipulagið ráð fyrir að vegur þess og virðing verði styrkt.

Vinningstillaga um nýja blandaða byggð

Vorið 2017 óskaði Hafnarfjarðarbær eftir umsóknum um þátttökurétt í útboði á byggingarrétti á lóðinni. Í samkeppnina bárust ólíkar tillögur sem þó báru með sér líkan keim frá fjórum aðilum. Við ákvörðunartöku var horft til útlits og arkitektúrs umfram kostnað og því til þess tilboðs sem best þótti samræmast fyrri ákvörðunum. Vinningstillögu um nýja blandaða byggð á Dvergsreitnum unnu TRÍPÓLÍ og KRADS í samstarfi við Landmótun fyrir GG verk sem nú hefst handa við framkvæmdir. 

Fjölbýlisklasi með 23 íbúðum og atvinnurými

Byggingarleyfi Krads ehf. fh. lóðarhafa var samþykkt á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 5. maí sl. Um er að ræða fjölbýlishúsaklasa sem er ein til tvær hæðir auk nýtilegrar rishæðar og kjallara, með samtals 23 íbúðum, ásamt atvinnurými. Teikningar eru aðgengilegar í gegnum Kortavef bæjarins

Ábendingagátt