Framkvæmdir hefjast við nýjan búsetukjarna

Fréttir

Fyrsta skóflustungan að nýjum búsetukjarna fyrir fatlað fólk við Öldugötu 45 var tekin í dag að viðstöddum m.a. væntanlegum íbúum. Um er að ræða sérhannað heimili fyrir fatlað fólk. HBH Byggir ehf. sér um uppbyggingu kjarnans og er gert ráð fyrir að íbúðirnar afhendist í apríl 2021.

Fyrsta skóflustungan að nýjum búsetukjarna fyrir fatlað fólk við Öldugötu 45 var tekin í dag að viðstöddum m.a. væntanlegum íbúum. Um er að ræða sérhannað heimili fyrir fatlað fólk. HBH Byggir ehf. sér um uppbyggingu kjarnans og er gert ráð fyrir að íbúðirnar afhendist í apríl 2021.

HBH Byggir ehf. átti lægsta tilboð í byggingu búsetukjarna við Öldugötu 45 í Hafnarfirði og á sama tíma fékk tillagan bestu umsögn matsnefndar. Gengið var til verksamnings við fyrirtækið í upphafi þessa árs og mun HBH Byggir ehf. hanna, byggja og fullgera húsnæðið ásamt lóð og skila því fullbúnu til notkunar. Sérbýlin verða sex, hvert um sig um 50 m2 að stærð ásamt 23 m2 starfsmannaaðstöðu og um 20 m2  sameiginlegum rýmum. Öll sérbýlin eru hönnuð samkvæmt hugmyndafræði algildrar hönnunar en í því felst að hanna góðar lausnir með jafnrétti og vellíðan alls fólks í fyrirrúmi. Íbúðakjarninn að Öldugötu 45 leysir af hólmi heimilið að Einibergi en þar eru fjórir íbúar. Í búsetukjarnanum við Öldugötu verða 6 íbúar.

Skoflustunga

Hér má sjá Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðar og Dagmar
Þorsteinsdóttur framkvæmdastjóri HBH Byggis ehf. við skóflustunguna ásamt fjórum
væntanlegum íbúum. Með á myndinni eru jafnframt sviðsstjóri fjölskyldu- og
barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar, formaður fjölskylduráðs auk fleiri
starfsmanna hjá Hafnarfjarðarbæ.

Ábendingagátt