Framkvæmdir og lokanir á Reykjanesbraut

Fréttir

Framkvæmdir við breikkun Reykjanesbrautar, frá Kaldárselsvegi vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót sem staðið hafa yfir frá því haustið 2019 halda áfram og eru verklok þessa áfanga áætluð 1. nóvember 2020.  Hér má finna upplýsingar um framkvæmdir og lokanir þessa vikuna og næstu vikurnar með tilheyrandi áhrifum á umferð. 

Framkvæmdir við breikkun Reykjanesbrautar, frá Kaldárselsvegi vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót sem staðið hafa yfir frá því haustið 2019 halda áfram og eru verklok þessa áfanga áætluð 1. nóvember 2020.  Hér má finna upplýsingar um framkvæmdir og lokanir þessa vikuna og næstu vikurnar með tilheyrandi áhrifum á umferð. 

Við bendum á upplýsingasíðu um breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði en tvöföldun brautarinnar er samvinnuverkefni Vegagerðarinnar og Hafnarfjarðarbæjar. 

Framkvæmdir og lokanir næstu daga

  • Sprengingar næstu vikurnar. Sprengingar hefjast í  vikunni í skeringunni við Reykjanesbraut, milli Krýsuvíkurgatnamóta og Strandgötubrúar, og mun umferð vera stöðvuð á meðan þeim stendur. Fyrsta bergsprenging mun eiga sér stað þriðjudaginn 4. febrúar kl. 15 og mun umferð stöðvast í nokkrar mínútur.
  • Strandgata við Reykjanesbraut verður lokuð frá kl. 10-18 fimmtudaginn 6. febrúar vegna uppsteypu á brúargólfi. Merkingar verða við Strandgötubrú.

LokunStrandgotubruFeb2020

Ljósmynd: Hersir Gíslason

Ábendingagátt